Enginn í áskrift hjá Alfreð sem kom mörgum á óvart Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 12:30 Alfreð Gíslason hefur verið þjálfari Þýskalands frá því í febrúar á síðasta ári. Getty/Tom Weller Alfreð Gíslason réðst í „róttækar breytingar“ á þýska karlalandsliðinu í handbolta þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira