Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 17:37 Íslandsbanki birti uppgjör sitt í dag. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár var 15,7% á ársgrundvelli í lok september og er það bæði yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu úr 8,3 í 8,8 milljarða króna milli ára. Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna stækkunar á lánasafni bankans. Íslandsbanki birti fjárhagsuppgjör sitt í dag en bankinn hagnaðist um 9,0 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 20% á milli ára og námu samtals 3,4 milljörðum á þriðja ársfjórðungi 2021. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina. Jákvæð virðisrýrnun Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára og fór úr 46,7% í fyrra í 39,4% í lok síðast ársfjórðungs. Var það aðallega vegna sterkrar rekstrarafkomu og hagkvæmari reksturs, að sögn stjórnenda. Eigið fé bankans nam 197 milljörðum króna í lok september og heildareiginfjárhlutfall bankans var 24,7%, að hagnaði fjórðungsins meðtöldum, samanborið við 23,0% í árslok 2020. Virðisrýrnun var jákvæð á þriðja ársfjórðungi um 1,8 milljarð króna og skýrist helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu og lækkaðri virðisrýrnun á lánum til einstaklinga vegna uppfærðs áhættumatslíkans. Bjartari horfur í ferðaþjónustu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bætt afkoma frá fyrra ári skýrist helst af jákvæðri virðisrýrnun en undirliggjandi rekstur sé einnig gríðarsterkur. Viðsnúningur virðisrýrnunar sé tilkominn vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og er hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina áfram á réttri leið. „Kostnaðarhlutfall var 39,4% sem er undir markmiðum bankans og er tilkomið vegna góðrar tekjumyndunar og hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum. Með þessari frammistöðu er Íslandsbanki á góðri leið með að ná 10% arðsemi á ársgrundvelli til lengri tíma litið. Þar að auki var útgáfa víkjandi skuldabréfs að upphæð 750m. kr. sænskra króna á fjórðungnum liður í þeirri vegferð að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans,“ segir Birna í tilkynningu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/Egill Útlán til viðskiptavina drógust saman um 0,8% á fjórðungnum og voru 1.081 milljarðar króna í lok september þar sem aukning í fasteignalánum hefur dregist saman í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 7,4% frá árslokum, aðallega vegna umsvifa í húsnæðislánum auk þess sem vöxtur var í lánum til fyrirtækja. Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 11 milljarða á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af uppgjöri vegna sölu bankans. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 75 milljarða króna frá árslokum. Brátt búin að uppfæra öll grunnkerfi bankans Að sögn Birnu var notkun stafrænna lausna á þriðja ársfjórðungi meiri en nokkru sinni fyrr. Þá hafi bankinn tekið þátt í útgáfu grænna/blárra skuldabréfa Brims og samfélags skuldabréfs Grunnstoðar, dótturfyrirtækis Háskólans í Reykjavík. „Innleiðing nýs lánakerfis gengur vel og samkvæmt áætlun er stefnt að því að innleiðingu verði lokið fyrir áramót. Þá mun bankinn hafa lokið uppfærslu á öllum grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur í stakk búin að þjónusta viðskiptavini okkar með stafrænum hætti.“ Íslenskir bankar Tengdar fréttir Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 15,7% á ársgrundvelli í lok september og er það bæði yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu úr 8,3 í 8,8 milljarða króna milli ára. Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna stækkunar á lánasafni bankans. Íslandsbanki birti fjárhagsuppgjör sitt í dag en bankinn hagnaðist um 9,0 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 20% á milli ára og námu samtals 3,4 milljörðum á þriðja ársfjórðungi 2021. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina. Jákvæð virðisrýrnun Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára og fór úr 46,7% í fyrra í 39,4% í lok síðast ársfjórðungs. Var það aðallega vegna sterkrar rekstrarafkomu og hagkvæmari reksturs, að sögn stjórnenda. Eigið fé bankans nam 197 milljörðum króna í lok september og heildareiginfjárhlutfall bankans var 24,7%, að hagnaði fjórðungsins meðtöldum, samanborið við 23,0% í árslok 2020. Virðisrýrnun var jákvæð á þriðja ársfjórðungi um 1,8 milljarð króna og skýrist helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu og lækkaðri virðisrýrnun á lánum til einstaklinga vegna uppfærðs áhættumatslíkans. Bjartari horfur í ferðaþjónustu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bætt afkoma frá fyrra ári skýrist helst af jákvæðri virðisrýrnun en undirliggjandi rekstur sé einnig gríðarsterkur. Viðsnúningur virðisrýrnunar sé tilkominn vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og er hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina áfram á réttri leið. „Kostnaðarhlutfall var 39,4% sem er undir markmiðum bankans og er tilkomið vegna góðrar tekjumyndunar og hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum. Með þessari frammistöðu er Íslandsbanki á góðri leið með að ná 10% arðsemi á ársgrundvelli til lengri tíma litið. Þar að auki var útgáfa víkjandi skuldabréfs að upphæð 750m. kr. sænskra króna á fjórðungnum liður í þeirri vegferð að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans,“ segir Birna í tilkynningu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/Egill Útlán til viðskiptavina drógust saman um 0,8% á fjórðungnum og voru 1.081 milljarðar króna í lok september þar sem aukning í fasteignalánum hefur dregist saman í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 7,4% frá árslokum, aðallega vegna umsvifa í húsnæðislánum auk þess sem vöxtur var í lánum til fyrirtækja. Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 11 milljarða á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af uppgjöri vegna sölu bankans. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 75 milljarða króna frá árslokum. Brátt búin að uppfæra öll grunnkerfi bankans Að sögn Birnu var notkun stafrænna lausna á þriðja ársfjórðungi meiri en nokkru sinni fyrr. Þá hafi bankinn tekið þátt í útgáfu grænna/blárra skuldabréfa Brims og samfélags skuldabréfs Grunnstoðar, dótturfyrirtækis Háskólans í Reykjavík. „Innleiðing nýs lánakerfis gengur vel og samkvæmt áætlun er stefnt að því að innleiðingu verði lokið fyrir áramót. Þá mun bankinn hafa lokið uppfærslu á öllum grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur í stakk búin að þjónusta viðskiptavini okkar með stafrænum hætti.“
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44 Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12. október 2021 09:44
Áframhaldandi uppsagnir hjá bönkunum Stóru bankarnir þrír sögðu samanlagt upp 39 manns í september. Landsbankinn sagði upp níu starfsmönnum og Arion banki sex í fyrradag. 1. október 2021 11:17