Milt viðhorf almennings til skattsvika Gréta Stefánsdóttir skrifar 29. október 2021 11:01 Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun