Ísland: há laun – dýrt að lifa og búa Drífa Snædal skrifar 29. október 2021 14:31 Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í gær var það staðfest með útgáfu haustskýrslu kjaratölfræðinefndar að sá árangur sem stefnt var að með kjarasamningunum 2019 náðist. Laun hafa hækkað umfram verðlag og lægstu laun hafa hækkað mest. Skilgreint er hversu stór hluti kjarabótanna kom í gegnum styttingu vinnuvikunnar og er það einnig staðfest að hið opinbera leiðir þá vegferð. Eins og við mátti búast er því slegið upp í fjölmiðlum að laun séu mjög há hér á landi og megum við vera stolt af því að hafa náð árangri með sterkri verkalýðshreyfingu. Það verður hins vegar að halda því til haga með sama hætti að það er töluvert dýrara að lifa hér heldur en víðast hvar. Matvöruverð er hærra, húsnæðiskostnaður sömuleiðis og aðrir þættir sem nauðsynlegir eru til að njóta lífsins. Það er því töluverð einföldun að segja bara frá launum en ekki útgjöldum. Eftir stendur að fjöldi fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og vegur húsnæðiskostnaður þar einna þyngst. Það mun skipta öllu máli í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári til hvaða aðgerða ný ríkisstjórn grípur til með það að markmiði að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi. Verkalýðshreyfingin mun ekki liggja á liði sínu í þeim efnum. Versta birtingarmynd erfiðs húsnæðismarkaðar er búseta í óöruggu atvinnuhúsnæði. Það er húsnæði sem er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, öryggismál geta verið í lamasessi og aðbúnaður ekki mannsæmandi. Það er því fagnaðarefni að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Alþýðusamband Íslands hafa tekið höndum saman um að kortleggja þessa búsetu með það að markmiði að tryggja öryggi fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Ætlunin er að gera þetta svo um allt land. Ástæða þess að Alþýðusambandið leggur mikla vinnu í þetta verkefni er að þarna eru félagar í verkalýðsfélögum sem búa við óviðunandi aðstæður og við viljum fylgja því eftir að úr verði bætt. Við leggjum meðal annars til eftirlitsfulltrúa sem eru sérþjálfaðir í að ná sambandi við fólk og byggja upp traust. Sérstök áhersla er á tryggja öryggi fólks þar sem það er, en alls ekki að ógna húsnæðis- eða atvinnuöryggi þess. Þótt ýmsir vilji draga úr eftirliti og oft á forsendum sem eru ekki verjandi, þá er það hluti af gangverki okkar. Eftirlit stéttarfélaganna hefur til að mynda bjargað fjölda fólks úr óviðunandi aðstæðum, aukið möguleika til að fá kjör leiðrétt og aðbúnað bættan. Ekki síst veitir eftirlitið atvinnurekendum aðhald og á því er svo sannarlega oft þörf. Góð helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun