Alfreð um erfiða tíma undanfarna mánuði: „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 20:40 Alfreð í leik helgarinnar. Sebastian Widmann/Getty Images Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg með látum um helgina. Hann ræddi endurkomuna við Ríkharð Óskar Guðnason sem og mögulega endurkomu í íslenska landsliðið. „Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
„Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G
Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira