Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein COP26 Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun