Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:01 Haukur Þrastarson er kominn af stað að nýju eftir erfitt ár. Vísir/Vilhelm Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Sjá meira
Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Sjá meira