Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:13 Britney segir móður sína hafa skipulagt forræðistökuna fyrir þrettán árum síðan. Getty/Jim Smeal Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01