Fórnarkostnaður umræðunnar Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson skrifar 5. nóvember 2021 16:00 Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þórir, Kveikur og pælingar Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi. Allt frá skotgrafahernaði til persónulegra áverka Umræðan er öll komin í skotgrafir, fullkomlega pólaríseruð og þannig ólíkleg til að nálgast einhverskonar vitræna niðurstöðu. Fremur en að einhverskonar samtal sé að eiga sér stað þá virðist fólk forherðast í skoðunum sínum og vaða þannig áfram á hnefunum. Með máli Þóris eru svo gerendur og ötult stuðningsfólk þeirra komin með glænýtt vopn í kassann sem þau munu vafalaust nýta óspart, svona ef marka má ofgnótt vísana í hundinn Lúkas og ónefnda tjaldhæla. Ég bíð „spenntur“ eftir næsta máli sem kemst í umræðuna, hvar þolendur verða líklega sakaðir um að leggja gildrur fyrir gerendur sína. En síðast og alls ekki síst, því þetta er það versta, er fjöldinn allur af þolendum þarna úti sem líða miklar kvalir þessa dagana í kjölfar þáttarins og umræðunnar sem fylgir. „Ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi“ Mál á borð við þau sem Þórir hefur gengist við og sem konur hafa komið fram og lýst í samskiptum sínum við hann eru ein algengasta uppspretta geranda og þolenda kynferðismála í okkar samfélagi. Myndarlegur "eldri" karlmaður sem í krafti útlits eðs frægðar eða stöðu eða ríkidæmis sjarmerar til sín stúlkur á aldrinum 15 - 16 - 17 ára. Engin lög eru brotin og karlmennirnir labba í burtu eins og ekkert hafi í skorist, tilbúnir í leitina að þeirri næstu. En stúlkurnar sitja eftir, gjarnan með stærðarinnar andlegan áverka; brotið traust, afar neikvæða kynferðislega upplifun á mesta mótunarskeiði kynþroskans, skömm og „leyndarmál“ sem þær þora gjarnan ekki að deila með öðrum, sem og möguleikann á stríðni, einelti og útskúfun ef upp kemst um málið meðal jafnaldra. Í tilvikum sem þessum er sjaldnast um eiginlegt lögbrot að ræða því samkvæmt íslenskum lögum er einstaklingur talinn hæfur til að samþykkja kynlíf við 15 ára aldur. En það sem er löglegt er ekki alltaf eðlilegt, gott eða siðferðislega réttlætanlegt. Flest fullorðið fólk þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá að einhverstaðar er pottur brotinn þegar barn stundar kynlíf með einstaklingi sem gæti verið foreldri þess. Svona lýsir Jófríður Skaftadóttir samskiptum sínum við Þóri Sæmundsson í viðtali við Stundina, en hún og Þórir sváfu saman þegar hún var aðeins 16 ára gömul og hann þá 36 ára gamall: „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst.“ Lólíturnar og mannorðsmorðin Opni þolendur frétta- eða samfélagsmiðla þessa dagana; þolendur sem margir hverjir hafa sjálfir upplifað atvinnu- og ærumissi og útskúfun í kjölfar sinna atvika, mætir þeim flóðbylgja ummæla hvar fólk hellir úr hjartanu allri sinni samúð yfir vesalings Þóri, kallar eftir úrræðum og aðstoð til handa aumingja manninum, býður honum jafnvel vinnu. Á sama tíma hella þau úr skálum reiði sinnar yfir stúlkurnar, „lólíturnar“ sem tældu blásaklausan manninn og höfðu þannig af honum lífsviðurværið og æruna. Gerandinn er orðinn þolandi og þolendur eru orðnir gerendur. Gaslýsingin er fullkomnuð! Ég segi gaslýsing því auðvitað var þetta ekki svo. Þarna voru ungar konur - stúlkubörn - settar í aðstæður sem þær hafa takmarkaða, ef nokkra reynslu eða þekkingu til að ráða við, af manni í yfirburðastöðu svo valdaójafnvægið er óumdeilanlegt. Vitnum aftur í Jófríði: „Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Á þessa þolendur – börn – vill hávær hluti samfélagsins setja alla ábyrgð á því sem átti sér stað. Er það nema von að þolendum svíði þessa dagana. Jófríður segir að viðtal Kveiks við Þóri, viðtal sem þjónaði akkúrat engum tilgangi, og þessi háværu viðbrögð séu eins og hlandblaut tuska í andlitið á þolendum. Ég held ég geti ekki orðað það neitt betur. Höfundur er markaðsstjóri og baráttumaður gegn nauðgunarmenningu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar