Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 21:01 Reikistjörnurnar í HD3167-sólkerfinu eru taldar svonefndar ofurjarðir líkt og á þessari teikningu listamanns. Undarlegar sporbrautir reikistjarna í sólkerfinu þýða að á næturhimni þeirra má sjá hinar reikistjörnurnar ganga lóðrétt um hann. NASA Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira