Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2021 08:35 Hver „fann upp“ bóluefnið? Svarið gæti skipt sköpum. AP/Charlie Riedel Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira