Að stunda Kintsugi Maarit Kaipainen skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun