Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. nóvember 2021 07:00 Lilja segir ráðuneytið hafa beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi í notkun. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. Umboðsmaður alþingis hóf frumkvæðisathugun sína á þessum málum um miðjan síðasta mánuð. Hann kallaði eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Gögn hafa borist frá öllum nema Hafnarfirði sem bað um frest fram á miðjan þennan mánuð. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir nokkuð ljóst að málið krefjist frekari rannsókna af hans hálfu.vísir/vilhelm Í framhaldi verður svo kafað dýpra ofan í þessi mál og fleiri sveitarfélög og einstaka skólar skoðaðir sérstaklega. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Ormagryfjan sem opnaðist Hálfgerð ormagryfja hefur opnast eftir að það komst í fréttir að athugunin væri í gangi hafa margir foreldrar stigið fram og sagt sögur af meðferð á börnum sínum í grunnskólum landsins. Margir foreldrar sem hafa leitað til fréttastofu hafa þó ekki verið tilbúnir til að stíga fram undir nafni, barnanna vegna. „Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna." Eitt foreldrið sýndi fréttastofu þessa atvikalýsingu úr skóla í Hafnarfirði síðan í vor þar sem því var lýst hvernig það sem margir skólar kalla „gult herbergi" var notað á son hennar, sem glímir við taugaþroskaröskun og þarf mikinn stuðning í ýmsum aðstæðum. Nöfnum hefur verið skipt út fyrir bókstafi í þessu textabroti þar sem segir meðal annars: „… við ákváðum að taka A og fara með hann í rými sem við höfðum undirbúið til að bregðast við svona aðstæðum. Hann var reiður og æstur á leiðinni og mjög orðljótur við B. Þegar við komum að rýminu settum við A þar inn […] A er mjög reiður og æstur inni í herberginu og við segjum að við komum inn að tala við hann um leið og hann er orðinn rólegur. Þegar við opnum inn þá ræðst hann að okkur og við lokum því aftur. […] Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna …“ Drengurinn var þannig lokaður einn inni í herberginu í að minnsta kosti 20 mínútur. Hafa gefið skólum leiðbeiningar Menntamálaráðherra segir að ráðuneytið hafi þegar sent grunnskólum skýr skilaboð um herbergi sem þessi: „Ráðuneytið hefur fjallað um þessi mál og það hefur verið úrskurðað í einu slíku máli. Og þar höfum við sagt að þetta samræmist ekki lögum um grunnskóla.“ Þannig ráðuneytið hefur beinlínis beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi? „Já, við höfum gert það.“ Menntamálaráðherra segir ráðuneytið þegar hafa sent skýr skilaboð til grunnskólanna.vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Umboðsmaður alþingis hóf frumkvæðisathugun sína á þessum málum um miðjan síðasta mánuð. Hann kallaði eftir upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu og fjórum sveitarfélögum; Reykjavík, Akureyri, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Gögn hafa borist frá öllum nema Hafnarfirði sem bað um frest fram á miðjan þennan mánuð. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir nokkuð ljóst að málið krefjist frekari rannsókna af hans hálfu.vísir/vilhelm Í framhaldi verður svo kafað dýpra ofan í þessi mál og fleiri sveitarfélög og einstaka skólar skoðaðir sérstaklega. „Auðvitað hljótum við að spyrja okkur hvort að þeir starfsmenn sem þarna eigi í hlut séu nægilega upplýstir og þekki nægilega þær heimildir sem þeir hafa þá og hafi þá fengið þjálfun í valdbeitingu og þegar hún er heimil, sem er auðvitað innan þröngra marka í grunnskólum,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Ormagryfjan sem opnaðist Hálfgerð ormagryfja hefur opnast eftir að það komst í fréttir að athugunin væri í gangi hafa margir foreldrar stigið fram og sagt sögur af meðferð á börnum sínum í grunnskólum landsins. Margir foreldrar sem hafa leitað til fréttastofu hafa þó ekki verið tilbúnir til að stíga fram undir nafni, barnanna vegna. „Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna." Eitt foreldrið sýndi fréttastofu þessa atvikalýsingu úr skóla í Hafnarfirði síðan í vor þar sem því var lýst hvernig það sem margir skólar kalla „gult herbergi" var notað á son hennar, sem glímir við taugaþroskaröskun og þarf mikinn stuðning í ýmsum aðstæðum. Nöfnum hefur verið skipt út fyrir bókstafi í þessu textabroti þar sem segir meðal annars: „… við ákváðum að taka A og fara með hann í rými sem við höfðum undirbúið til að bregðast við svona aðstæðum. Hann var reiður og æstur á leiðinni og mjög orðljótur við B. Þegar við komum að rýminu settum við A þar inn […] A er mjög reiður og æstur inni í herberginu og við segjum að við komum inn að tala við hann um leið og hann er orðinn rólegur. Þegar við opnum inn þá ræðst hann að okkur og við lokum því aftur. […] Eftir u.þ.b. 20 mín þá segir A ef þið opnið ekki þá brýt ég rúðuna. Hann taldi upp í 3 og hafði góða pásu á mill, og byrjaði svo að berja í rúðuna …“ Drengurinn var þannig lokaður einn inni í herberginu í að minnsta kosti 20 mínútur. Hafa gefið skólum leiðbeiningar Menntamálaráðherra segir að ráðuneytið hafi þegar sent grunnskólum skýr skilaboð um herbergi sem þessi: „Ráðuneytið hefur fjallað um þessi mál og það hefur verið úrskurðað í einu slíku máli. Og þar höfum við sagt að þetta samræmist ekki lögum um grunnskóla.“ Þannig ráðuneytið hefur beinlínis beint því til grunnskóla að vera ekki með svona herbergi? „Já, við höfum gert það.“ Menntamálaráðherra segir ráðuneytið þegar hafa sent skýr skilaboð til grunnskólanna.vísir/vilhelm
Umboðsmaður Alþingis Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8. nóvember 2021 12:09
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26