Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:02 Þing Sjómannasambandsins skoraði á útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra en vantraust milli aðila heðfi verið vaxandi síðustu misseri og ár. „Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða,“ segir í ályktun þingsins. Vísir/Vilhelm „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. „Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“ Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
„Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“
Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira