TréNA leiðir til fangelsisdóms vegna ólöglegs skógarhöggs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:28 Umrædd hlyntegund er afar eftirsótt og viðurinn meðal annars notaður í hljóðfæri á borð við fiðlur og gítara. Getty Forsprakki hóps sem stundaði ólöglegt skógarhögg í Olympic-þjóðarskóginum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi eftir að eldur sem mennirnir kveiktu breiddist út í skóginum. Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá. Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira