Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 13:16 Geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni þurftu að leita vars í tveimur geimferjum sem liggja að henni í gærkvöldi þegar ljóst var að gervihnetti hefði verið splundrað á braut um jörðu. Myndin er af Dragon-geimferju SpaceX fyrir utan geimstöðina í apríl. AP/NASA Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007. Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007.
Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47