ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 10:34 Arion banki hélt því fram að Íslandsbanki og Landsbankinn hafi fengið ígildi ríkisaðstoðar. Vísir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni. Íslenskir bankar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni.
Íslenskir bankar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira