Snorri Steinn: „Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:42 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld.. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var nokkuð brattur eftir jafntefli liðsins gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06