Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Ævar Harðarson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun