Kórónuveirukrísa hjá liði Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:00 Joshua Kimmich er kominn í sóttkví og mun missa laun af þeim sökum. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þjálfarinn Julian Nagelsmann veiktist á dögunum en nú er mögulegt hópsmit innan liðs Bayern München sem hefur mikil áhrif á hvaða leikmenn verða í boði í Meistaradeildarleik liðsins í kvöld. Svo gæti farið að Bayern verði án sjö leikmanna í leiknum á móti Dynamo Kiev sem er í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram í Úkraínu. Coronakrise i Bayern https://t.co/HPxSrJzEsV— VG Sporten (@vgsporten) November 23, 2021 Bæjarar eru komnir áfram að það er mikill léttir nú þegar liðið gengur í gegnum þetta óvissuástand. Liðið hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína með markatölunni 17-2. Varnarmennirnir Niklas Süle og Josip Stanisic eru báðir bólusettir en eru engu að síður smitaðir af kórónuveirunni. Þetta hefur jafnframt þýtt það að óbólusettu leikmennirnir í Bayern-liðinu, Joshua Kimmich, Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Jamal Musiala og Michael Cuisance, eru allir komnir í sóttkví vegna smitanna. A bit of background to the latest Covid drama at Bayern (unvaxxed players in quarantine will have their wages docked) and other shenanigans in the Bundesliga...https://t.co/wIA0l92Wfz— Raphael Honigstein (@honigstein) November 22, 2021 Það er ekki bara mögulegt hópsmit sem er að valda mönnum áhyggjum heldur óttast menn einnig ósætti innan liðsins vegna bólusettra og óbólusettra leikmanna. Bild greindi frá því að Bayern hafi látið óbólusetta leikmenn liðsins vita af því að þeir munu verða fyrir launaskerðingu þann tíma sem þeir eru í sóttkví. Aðeins átján leikmenn tóku þátt í æfingu liðsins í gær og þar af voru þrír markmenn. Bundesliga champions Bayern Munich have docked the wages of unvaccinated players like star midfielder Joshua Kimmich who, along with four unimmunised teammates, is in quarantine over contact with Covid-infected individuals, Bild am Sonntag reported. https://t.co/kxgQBdUFvB— The Local Germany (@TheLocalGermany) November 21, 2021 Julian Nagelsmann ræddi ástandið á blaðamannafundi í gær og talaði þar um að það væri óheppilegt hvað mikið lekur í fjölmiðla úr leikmannahópnum. „Það eru of mikið af hlutum sem leka út. Það gengur ekki nógu vel hjá okkur í baráttunni við veiruna en við þurfum að vera til staðar fyrir hvern annan. Við erum eitt lið,“ sagði Julian Nagelsmann við Kicker. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Svo gæti farið að Bayern verði án sjö leikmanna í leiknum á móti Dynamo Kiev sem er í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram í Úkraínu. Coronakrise i Bayern https://t.co/HPxSrJzEsV— VG Sporten (@vgsporten) November 23, 2021 Bæjarar eru komnir áfram að það er mikill léttir nú þegar liðið gengur í gegnum þetta óvissuástand. Liðið hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína með markatölunni 17-2. Varnarmennirnir Niklas Süle og Josip Stanisic eru báðir bólusettir en eru engu að síður smitaðir af kórónuveirunni. Þetta hefur jafnframt þýtt það að óbólusettu leikmennirnir í Bayern-liðinu, Joshua Kimmich, Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Jamal Musiala og Michael Cuisance, eru allir komnir í sóttkví vegna smitanna. A bit of background to the latest Covid drama at Bayern (unvaxxed players in quarantine will have their wages docked) and other shenanigans in the Bundesliga...https://t.co/wIA0l92Wfz— Raphael Honigstein (@honigstein) November 22, 2021 Það er ekki bara mögulegt hópsmit sem er að valda mönnum áhyggjum heldur óttast menn einnig ósætti innan liðsins vegna bólusettra og óbólusettra leikmanna. Bild greindi frá því að Bayern hafi látið óbólusetta leikmenn liðsins vita af því að þeir munu verða fyrir launaskerðingu þann tíma sem þeir eru í sóttkví. Aðeins átján leikmenn tóku þátt í æfingu liðsins í gær og þar af voru þrír markmenn. Bundesliga champions Bayern Munich have docked the wages of unvaccinated players like star midfielder Joshua Kimmich who, along with four unimmunised teammates, is in quarantine over contact with Covid-infected individuals, Bild am Sonntag reported. https://t.co/kxgQBdUFvB— The Local Germany (@TheLocalGermany) November 21, 2021 Julian Nagelsmann ræddi ástandið á blaðamannafundi í gær og talaði þar um að það væri óheppilegt hvað mikið lekur í fjölmiðla úr leikmannahópnum. „Það eru of mikið af hlutum sem leka út. Það gengur ekki nógu vel hjá okkur í baráttunni við veiruna en við þurfum að vera til staðar fyrir hvern annan. Við erum eitt lið,“ sagði Julian Nagelsmann við Kicker.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira