Góð erfðaskrá er gulls ígildi Skúli Hansen skrifar 23. nóvember 2021 12:00 „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
„Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar