Stelpurnar fara ekki aftur á músahótelið Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 13:01 Íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta leik í Belgrad. Liðið er í baráttu um eitt laust sæti á EM 2023. HSÍ Stelpnalandslið Íslands í handbolta, sem statt er í Belgrad, þarf ekki að dvelja lengur á hótelinu sem það hefur verið á, þar sem músagangur á herbergjum hefur valdið usla. Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn. Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar dvöldu á sama hóteli og leikmenn Serbíu, Slóveníu og Slóvakíu, en liðin leika á fjögurra liða móti um eitt laust sæti á EM 2023. Eftir að í ljós kom að aðstæður á hótelinu væru óboðlegar vegna músagangs gekk HSÍ í málið og fékk í gegn að stelpurnar yrðu fluttar á annað hótel. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við RÚV og segir að stelpurnar verði á sama hóteli og dómarar og eftirlitsmenn á vegum handknattleikssambands Evrópu, EHF. Það er í höndum mótshaldara í Serbíu að útvega hótel og segir Róbert að þeir hafi verið miður sín eftir að í ljós kom hve óboðlegar aðstæðurnar á hóteli liðanna væru. „Ég hef aldrei lent í þessu á mínum ferli í HSÍ, að það séu mýs á hótelinu. Ég ræddi þetta einmitt við serbneska sambandið í morgun. Þetta er hótel sem handboltasambandið þeirra hefur ekki notað áður, en hefur verið notað af bæði serbneska körfuboltasambandinu og blaksambandinu. Þannig þeir gerðu bara ráð fyrir því að það væri í lagi, sem reyndist svo sannarlega er ekki. En þeir brugðust allavega hratt við og leystu þessa stöðu, sem er bagaleg,“ segir Róbert við RÚV. Íslensku stelpurnar mæta í dag liði Slóvakíu, eftir að hafa unnið Slóveníu í gær, og eftir leikinn við Slóvakíu fara þær á nýja hótelið sitt. Þær verða áfram í Belgrad fram yfir lokaleikinn gegn heimakonum á fimmtudaginn.
Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira