Lífeyrissjóðirnir öskra á mikla arðsemi á kostnað neytenda og heimila! Vilhjálmur Birgisson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Lífeyrissjóðir Kjaramál Tryggingar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun