Tökum orkufrekar ákvarðanir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:30 Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Jafnréttismál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar