Hinsegin og kynsegin í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2021 18:00 Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær átti var ég í viðtali hjá nemanda í Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri, sem er að vinna að rannsóknarskýrslu í áfanga sem heitir Fjölbreytileiki og löggæsla, um hinsegin fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum. Þar sem ég er hinsegin og hef aðeins komið við í fangelsiskerfinu hafði ég auðvitað eitthvað um það að segja. Fangelsiskerfið hugsar kannski ekki mikið út í kynhneigð enda ekki flokkað eftir því í fangelsin heldur aðeins kyni og þá bara tveimur kynjum. Ég þekki ekki til þess að fangi hafi verið trans eða kynsegin en samkynhneigðir vissulega og þá bæði fangar sem og fangaverðir. Það sem ég veit til er að það þyrfti að hugsa þetta allt upp á nýtt og gera aðgerðaráætlanir og verklýsingar fyrir fangaverði. Hinsegin fólk á það að hættu að einangrast enn frekar í fangelsi og sérstaklega þar sem fangi má ekki fara inn á klefa annars fanga en það veldur enn meiri einangrun en fangelsi er þá þegar. Þunglyndi og sjálfsvíg eru algengari hjá hinseginfólki og enn frekar þegar manneskjan er orðin fangi líka. Mig grunar að fangelsisyfirvöld séu ekki tilbúin með áætlun hvað eigi að gera ef kynsegin manneskja þarf að afplána dóm. Það er ekki hugsað fyrir t.d. læstum sturtum, aðgerðum til að sporna við félagslegri einangrun og einelti. Ég hef áður skrifað um það hvað það er mikilvægt fyrir fanga að geta læst að sér klefum sínum út af margvíslegum ástæðum eins og fangar geta gert á Norðurlöndunum en það er eitt af því sem þyrfti að huga að strax hér á landi einnig. Ég hef reyndar rekist á einhvers staðar að verið sé að vinna í að uppfæra reglugerðir með hliðsjón að lögum um kynrænt sjálfræði sem boðar á gott, sérstaklega þegar kemur að líkamsleitum og fleira í fangavist. Ég á mínum ferli í kerfinu get ekki sagt að hinsegin fólk hafi lent mikið í einelti eða öðrum vondum málum í fangelsiskerfinu hér á landi enda reyndar er ekki mikið um okkur hinsegin fólk í fangelsunum allavega opinberlega og auk þess finnst mér að alltaf hafi fangaverðir reynt að aðstoða og spjalla við hinsegin fólk í fangelsunum svo þeirra afplánun verði sem best á kosið fyrir þau. Ég sjálfur var t.d. beðinn sérstaklega um ráð frá fangavörðum eða að spjalla sjálfur við þá einstaklinga sem ég gerði vissulega. Einelti í fangelsunum skiptist frekar á milli brotaflokka en annað en auðvitað er þetta alltaf persónubundið líka. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá Fangelsismálastofnun í dag þá eru engar verklýsingar eða aðgerðaráætlanir til hjá stofnuninni en þau hafa fundað um þessi mál og ætla sér að leysa þau á einstaklingsgrunni og telja að ekki muni koma upp vandamál. Þá muni þau vera í samskiptum við Trans-Ísland um samráð. Það er ég ánægður með og hef einnig fengið staðfest gott samstarf Samtakanna 78 við Fangelsismálastofnun. En ég vona að þessi mál fara meira í umræðuna og að fangelsikerfið verði með á nótunum eins og við öll þurfum að vera. Þá bind ég miklar vonir við þessa rannsóknarritgerð, hlakka til að sjá afraksturinn og ég er mjög ánægður að sjá að Lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri séu að verða svona framarlega í þessum málaflokki og vona að sem flestir nemendur rannsaki fangelsismál. Best væri auðvitað að fangavarða námið verði sett á háskólastig og þá samhliða lögreglufræðum því án rannsókna breytist ekkert til hins betra og við verðum áfram í sömu sporunum og aftarlega í málaflokknum sem við vissulega erum er miðað er við Norðurlöndin. Komum námi fanga og fangavarða í lag. Það er samfélagslega hagkvæmt Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar