Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 1. desember 2021 17:00 Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Ævar Harðarson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar