Lokum opnum kælum strax! Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 09:01 Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Verslun Neytendur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar