Úrslitin ráðin í fjórum riðlum á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 21:36 Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar enda í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga. Getty/Baptiste Fernandez Átta leikir voru á dagskrá á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag og í kvöld og nú eru úrslitin ráðin í fjórum af átta riðlum mótsins. Meðal þjóða sem tryggðu sér sæti í milliriðlum í kvöld voru Frakkar, Svíar og Norðmenn. Frakkar höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í milliriðil þegar liðið mætti Svartfjallalandi í kvöld. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Frönsku stelpurnar skoruðu svo fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og lögðu þar með grunninn að góðum sigri sínum. Liðið hélt forystunni út leikinn og vann að lokum góðan fimm marka sigur, 24-19. Frakkar enda því í efsta sæti A-riðils með full hús stiga, en Svartfjallaland fylgir þeim í milliriðil eftir að hafa lent í þriðja sæti riðilsins með tvö stig. Svíar og Hollendingar gerðu jafntefli, 31-31, er liðin mættust í D-riðli. Svíar byrjuðu af miklum krafti og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en góður endasprettur Hollendinga fyrir hlé sá til þess að munurinn var aðeins eitt mark þegar gengið var til búningsherbergja, 18-17, Svíum í vil. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og að lokum fór það svo að liðið skildu jöfn, 31-31. Svíar og Hollendingar enda því jafnir í efsta sæti riðilsins með fimm stig hvor, en Puerto Rico fylgir þeim í milliriðil. Úsbekistan situr hins vegar eftir með sárt ennið. Þá unnu Norðmenn öruggan ellefu marka sigur gegn Rúmeníu, 33-22. Nokkuð jafnræði var í upphafi leiks, en þær norsku náðu tökum á leiknum í stöðunni 5-5 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Noregur endar því í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga, tveimur stigum meira en Rúmenar sem enda í öðru sæti. Úrslit kvöldsins Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía HM 2021 í handbolta Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Frakkar höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í milliriðil þegar liðið mætti Svartfjallalandi í kvöld. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Frönsku stelpurnar skoruðu svo fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og lögðu þar með grunninn að góðum sigri sínum. Liðið hélt forystunni út leikinn og vann að lokum góðan fimm marka sigur, 24-19. Frakkar enda því í efsta sæti A-riðils með full hús stiga, en Svartfjallaland fylgir þeim í milliriðil eftir að hafa lent í þriðja sæti riðilsins með tvö stig. Svíar og Hollendingar gerðu jafntefli, 31-31, er liðin mættust í D-riðli. Svíar byrjuðu af miklum krafti og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, en góður endasprettur Hollendinga fyrir hlé sá til þess að munurinn var aðeins eitt mark þegar gengið var til búningsherbergja, 18-17, Svíum í vil. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og að lokum fór það svo að liðið skildu jöfn, 31-31. Svíar og Hollendingar enda því jafnir í efsta sæti riðilsins með fimm stig hvor, en Puerto Rico fylgir þeim í milliriðil. Úsbekistan situr hins vegar eftir með sárt ennið. Þá unnu Norðmenn öruggan ellefu marka sigur gegn Rúmeníu, 33-22. Nokkuð jafnræði var í upphafi leiks, en þær norsku náðu tökum á leiknum í stöðunni 5-5 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Noregur endar því í efsta sæti C-riðils með fullt hús stiga, tveimur stigum meira en Rúmenar sem enda í öðru sæti. Úrslit kvöldsins Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía
Angóla 25-25 Slóvenía Kamerún 19-33 Pólland Kasakstan 31-25 Íran Púertó Ríkó 30-24 Úsbekistan Frakkland 24-19 Svartfjallaland Holland 31-31 Svíþjóð Noregur 33-22 Rúmenía Rússland 32-22 Serbía
HM 2021 í handbolta Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira