Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi undanfarin 24 ár. getty/Sascha Klahn Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð. Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð. Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Í hlaðvarpi Snorra Björnssonar ræddi Alfreð um þegar hann varð heltekinn af næringarfræði og þrekþjálfun, með það fyrir augum að koma leikmönnum sínum í sem best líkamlegt form. Í þeim efnum naut hann meðal annars liðssinnis þekkts prófessors á þessu sviði. „Ég fór alveg á kaf í þetta, með þessum prófessor. Ég lærði gífurlega mikið af honum. Þþegar maður er að vinna með algjörum sérfræðingum í þessari lífeðlisfræði þarf maður líka að vera góður að flokka hvað þó maður getur ekki notað vegna þess að þeir eru bara í þessu,“ sagði Alfreð. Umræddur prófessor var eitt sinn háttsettur innan íþróttanna í Austur-Þýskalandi og hafði hlotið dóm fyrir aðkomu sína að lyfjamisferli. „Þessi prófessor sem ég er að tala um var einn af aðalsérfræðingunum í austur-þýska kerfinu. Ég vissi hver þetta var og hann var dæmdur fyrir það að vera einn af höfuðpaurunum í doping kerfinu hjá Austur-Þýskalandi. Hann var einn af sérfræðingunum þar,“ sagði Alfreð. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eOXo2__a-E8">watch on YouTube</a> „Hann sagði að auðvitað hefðu þeir dópað í Austur-Þýskalandi en sagði að maður gæti náð sama árangri með réttri þjálfun en það tæki bara miklu lengri tíma.“ Vill ekki sjá fæðubótarefni Alfreð er ekki mikill stuðningsmaður fæðubótarefna og vill helst ekki að leikmenn hans noti þau. „Ég var alltaf á bakinu á leikmönnunum mínum að fara aldrei inn í fitness-stúdíó og kaupa sér bauka af einhverju og ætla að fara að éta það því 25 prósent af því er ekki hreint og þeir gætu fallið á lyfjaprófi,“ sagði Alfreð sem lagði áherslu á að allt það sem leikmenn létu ofan í sig væri prófað til að koma í veg fyrir að þeir féllu á lyfjaprófi. „Ég lenti oft í því þegar leikmenn komu úr fríi og höfðu farið í eitthvað stúdíó að það fyrsta sem ég gerði var að taka það af þeim og henda því. Að sjálfsögðu ber þjálfarinn ábyrgð á þessu. Hver ætlar að segja að þjálfarinn hafi ekki tekið þátt í þessu?“ Vegna fyrri reynslu sinnar vissi prófessorinn einnig hvað ætti ekki að gera, og meðal þess var að nota ekki fæðubótaefnin sem Alfreð var svo á móti. „Ég lærði mjög mikið af honum. Eins og hann sagði: við vorum í dópi, ég skal bara viðurkenna það, en ég get sagt þér nákvæmlega hvernig þú getur passað það. Alls ekki hleypa leikmönnum í að kaupa bara einhvers staðar einhver fæðubótarefni og koma með þau á æfingu,“ sagði Alfreð.
Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira