Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Bjarni Bjarnason skrifar 10. desember 2021 08:00 Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bjarni Bjarnason Vindorka Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun