Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 22:08 Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stigið í leikslok Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. „Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
„Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16