Spænski kvennaboltinn útilokaður frá mögulegri fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 10:31 Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona eru langbesta lið í heimi. Það virðist þó sem liðið standi höllum fæti fjárhagslega gegn stærstu liðum Evrópu. Boris Streubel/Getty Images Það virðist sem spænsk knattspyrna gæti farið að blómstra á ný en talið er að félög í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, séu við það að fá innspýtingu upp á þrjá milljarða evra á komandi árum. Kvennaboltinn mun hins vegar ekki fá sjá krónu af þessari upphæfð. Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira