Er málið svo einfalt að gera þá kröfu að gerendur hætti sjálfir að beita ofbeldi? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 12. desember 2021 16:30 Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun