„Það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 13:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Þremur bönkum hefur nú verið stefnt í Vaxtamálinu svokallaða en Neytendasamtökin telja lán bankanna með breytilegum vöxtum ekki standast lög. Formaður Neytendasamtakanna segir málið það langumfangsmesta sem þau hafa tekið sér fyrir hendur en rúmlega 1500 manns hafa leitað til samtakanna. Neytendasamtökin greindu frá því í maí að þau hygðust stefna bönkunum vegna skilmála þeirra um breytilega vexti. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða umfangsmesta mál sem samtökin hafa staðið fyrir en Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fengu afhentar stefnur í síðustu viku. „Það eru rúm tvö ár síðan við hófum samtal við bankanna en við teljum lán þeirra með breytilegum vöxtum, það er að segja skilmálarnir um vaxtaákvarðanir og vaxtaákvarðanirnar sjálfar, við teljum þær ekki standast lög,“ segir Breki. Ríflega 1500 manns leituðu til samtakanna og veittu þeim umboð til að fara með málið fyrir dóm vegna á sjötta þúsund lána. Sex mál voru síðan valin sem eru talin hafa mikið fordæmisgildi fyrir hin lánin en bankarnir fengu tvær stefnur hver. „Málin verða þingfest á morgun og hinn í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness og það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli,“ segir Breki. Um er að ræða misjafnlega háar kröfur að sögn Breka, allt frá nokkrum tugum þúsunda og upp í milljónir króna. Elsta lánið sem málsóknir snúa að var tekið 2006, en það nýjasta fyrr á þessu ári. Umfangsmesta dómkrafan er upp á tæplega sex milljónir króna. „Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að við viljum ná fram breytingum sem að kemur í veg fyrir það að bankar geti í framtíðinni, eins og þeir hafa gert hingað til, í rauninni ákveðið alveg sjálfir, án þess að neytendur eða lántakar geti sannreynt hvort að þær ákvarðanir séu réttmætar, breytt vöxtum þegar þeim hentar,“ segir Breki. Hugsanlegt að málinu verði skotið til EFTA-dómstólsins Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda eða upphæð lána með breytilega vexti en Breki bendir þó á að snemma á þessu ári hafi útlán viðskiptabankanna til heimilanna náð 1500 milljörðum króna. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. „Það eru bara ósanngjarnir samningsskilmálar ef að annar samningsaðilinn, sá sem er mun sterkari, geti bara breytt skilmálum sínum á miðju tímabili samnings, án þess að hinn geti haft nokkuð um það að segja og ekki einu sinni sannreynt hvort að þessar breytingar séu réttmætar,“ segir Breki. Líkt og áður segir verða málin sex þingfest í vikunni og í kjölfarið hefst gagnaöflun auk þess sem bankarnir bregðast við. Hugsanlega verði málinu skotið til EFTA-dómstólsins, þar sem lögin sem eiga við eru byggðar á Evrópureglugerðum. „Líklega verður óskað eftir því að dómstóllinn veiti ráðgefandi dóm um hvernig eigi að túlka þessa reglugerð,“ segir Breki. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 „Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Neytendasamtökin greindu frá því í maí að þau hygðust stefna bönkunum vegna skilmála þeirra um breytilega vexti. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða umfangsmesta mál sem samtökin hafa staðið fyrir en Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fengu afhentar stefnur í síðustu viku. „Það eru rúm tvö ár síðan við hófum samtal við bankanna en við teljum lán þeirra með breytilegum vöxtum, það er að segja skilmálarnir um vaxtaákvarðanir og vaxtaákvarðanirnar sjálfar, við teljum þær ekki standast lög,“ segir Breki. Ríflega 1500 manns leituðu til samtakanna og veittu þeim umboð til að fara með málið fyrir dóm vegna á sjötta þúsund lána. Sex mál voru síðan valin sem eru talin hafa mikið fordæmisgildi fyrir hin lánin en bankarnir fengu tvær stefnur hver. „Málin verða þingfest á morgun og hinn í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness og það má í rauninni segja að teningunum hafi verið kastað í þessu máli,“ segir Breki. Um er að ræða misjafnlega háar kröfur að sögn Breka, allt frá nokkrum tugum þúsunda og upp í milljónir króna. Elsta lánið sem málsóknir snúa að var tekið 2006, en það nýjasta fyrr á þessu ári. Umfangsmesta dómkrafan er upp á tæplega sex milljónir króna. „Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að við viljum ná fram breytingum sem að kemur í veg fyrir það að bankar geti í framtíðinni, eins og þeir hafa gert hingað til, í rauninni ákveðið alveg sjálfir, án þess að neytendur eða lántakar geti sannreynt hvort að þær ákvarðanir séu réttmætar, breytt vöxtum þegar þeim hentar,“ segir Breki. Hugsanlegt að málinu verði skotið til EFTA-dómstólsins Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda eða upphæð lána með breytilega vexti en Breki bendir þó á að snemma á þessu ári hafi útlán viðskiptabankanna til heimilanna náð 1500 milljörðum króna. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. „Það eru bara ósanngjarnir samningsskilmálar ef að annar samningsaðilinn, sá sem er mun sterkari, geti bara breytt skilmálum sínum á miðju tímabili samnings, án þess að hinn geti haft nokkuð um það að segja og ekki einu sinni sannreynt hvort að þessar breytingar séu réttmætar,“ segir Breki. Líkt og áður segir verða málin sex þingfest í vikunni og í kjölfarið hefst gagnaöflun auk þess sem bankarnir bregðast við. Hugsanlega verði málinu skotið til EFTA-dómstólsins, þar sem lögin sem eiga við eru byggðar á Evrópureglugerðum. „Líklega verður óskað eftir því að dómstóllinn veiti ráðgefandi dóm um hvernig eigi að túlka þessa reglugerð,“ segir Breki.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45 „Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. 19. maí 2021 18:45
„Er lánið þitt ólán?“ spyrja Neytendasamtökin og hyggjast stefna bönkunum „Er lánið þitt ólöglegt? Aukum gagnsæi lána!“ segir á nýrri vefsíðu Neytendasamtakanna sem opnaði í morgun. Þar er greint frá því að samtökin hyggist stefna bönkunum og leiti að lántökum til að fara með mál sín fyrir dóm. 19. maí 2021 06:47