Sjúkraliðar og hinn nýi stjórnarsáttmáli Sandra B. Franks skrifar 14. desember 2021 07:30 Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Nú hefur ný ríkisstjórn litið dagsins ljós og er ástæða til að óska henni velfarnaðar í starfi. Það skiptir okkur öll miklu máli að vel takist til, ekki síst á tímum heimsfaraldurs og áskorana í efnahagsmálum. Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem mælist ítrekað vera sá mikilvægasti í augum kjósenda. Í raun mætti tala um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda um að gera mun betur í heilbrigðismálum en nú er gert. Með vaxandi lífaldri þjóðarinnar og framförum í læknavísindum er ljóst að þörfin fyrir aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum er óhjákvæmileg. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hægt er að fullyrða að stuðningur þjóðarinnar við slíkar aðgerðir verður mikill. Hvað segir stjórnarsáttmálinn? Ný ríkisstjórn hefur nú kynnt stjórnarsáttmála sinn þar sem verkefni næstu fjögurra ára eru útlistuð. Þegar stjórnarsáttmálinn er rýndur varðandi þau mál er varða sjúkraliðastéttina kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Fyrir hið fyrsta segir að það séu „sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál“ og „þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.” Undir þessa yfirlýsingu taka sjúkraliðar enda er sjúkraliðastéttin mjög vel meðvituð um hina brýnu þörf í heilbrigðiskerfinu. Þá ber sérstaklega að fagna boðaðri styrkingu Landspítalans „sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins“ og þar sem „sérstök áhersla er lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar.“ Nýverið sendi Sjúkraliðafélag Íslands frá sér ályktun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af stöðunni á bráðamóttöku Landspítalans. Það er ekki boðlegt starfsumhverfi þegar heilbrigðisstarfsfólk þarf ítrekað að stíga fram og lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttökunni. Sjúkraliðafélagið mun því fylgjast grannt með að þetta loforð nýrrar ríkisstjórnar verði efnt. Ekki gert án sjúkraliða Í stjórnarsáttmálanum segir enn fremur að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum umbótum“. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem ná ekki fram án sjúkraliða. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar, ásamt því að vera hluti af margvíslegri þverfaglegri teymisvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Í sáttmálanum segir einnig að „unnið verði að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni.“ Stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónusta eru spennandi áskoranir í flóknu umhverfi heilbrigðismála 21. aldar. Í því ljósi hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt mikla áherslu á aukin tækifæri sjúkraliða til endurmenntunar og símenntunar. Nýtt fagháskólanám sjúkraliða ber þess merki. Sömuleiðis hefur félagið lagt mikla áherslu á að sjúkraliðar njóti góðs af aukinni menntun sinni í kjara- og stofnanasamningum. Þessi áhersla nýrrar ríkisstjórnar er í reynd tilmæli til stjórnenda stofnana um að auka hvata heilbrigðisstarfsfólks til að sækja sér þekkingu. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vettvangi heilbrigðismála eru margslungin og fjölmargar lausnir blasa við sem samstaða er um. Ein þeirra er að tryggja betri fjármögnun til heilbrigðisþjónustunnar, en þannig væri hægt að leysa mönnunarvanda kerfisins. Ríkisstjórnin þarf sterk bein til að standa undir þessu erfiða verkefni. Sjúkraliðar eru þjálfaðir í að vera til taks á erfiðum stundum, hvort sem það er gagnvart sjúklingum eða fulltrúum í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun