Myrti sex í óútskýrðu ódæði: Reyndist með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 22:29 Phillip Adams í leik fyrir San Francisco 49ers árið 2010. Hann spilaði amerískan fótbolta í tuttugu ár. AP/Tom Gannam Phillip Adams, fyrrverandi NFL-leikmaður, var með töluverða áverka á framhluta heila þegar hann svipti sig lífi í apríl. Það gerði hann eftir að hann skaut sex manns til bana og þar af tvö börn. Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira