Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 12:43 Flestir smitaðra eru í 5. bekk en Arnheiður segir aðstæður í skólanum sérstakar að því leyti að margir vinni saman í litlum rýmum. Vegna þessa séu allir settir í sóttkví þegar smit kemur upp en ekki í smitgát. Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40