Lagalegir loftfimleikar á lokadögum í ráðherrastól Eiríkur Þorláksson skrifar 16. desember 2021 18:01 Landsmenn þekkja dæmi þess, að á lokadögum sínum í ráðherrastólum hafa íslenskir ráðherrar oft tekið eftirtektarverðar ákvarðanir, og þannig sett eins konar punkta yfir i-ið á sinni ráðherratíð. Þessar ákvarðanir hafa verið nokkuð fjölbreyttar; þannig tók fráfarandi sjávarútvegsráðherra eitt sinn stefnumarkandi ákvörðun um að veita heimildir til stórhvalaveiða, en síðar tók fráfarandi samgönguráðherra ákvörðun skemmtilega og skrítna ákvörðun um að styrkja karlakór úr sinni heimabyggð til söngleikjaferðar. Nú í haust tók umhverfisráðherra svo ákvörðun um friðun á eyðijörð, sem reyndist umdeild, svo nefnd séu þrjú dæmi af ólíkum toga. Nú skal vakin athygli á ákvörðun, sem verður einfaldlega að teljast skrítin. 17. nóvember sl. birtist tilkynning á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þess efnis að viku fyrr (meira en 50 dögum eftir Alþingiskosningar) hafi fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra undirritað samning sem ráðuneytið hafi gert fyrir hönd Listasafns Íslands til tæpra fimm ára við nýstofnað einkahlutafélag um að það félag skuli annast rekstur og listræn störf í fyrrum húsnæði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Einkahlutafélagið er í eigu fjölskyldu hins látna listamanns, og er því ætlað að annast daglega starfsemi í húsnæðinu, s.s. sýningarhald, fræðslustarf og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Hér þarf að rekja nokkra forsögu. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var stofnað 1984, tveim árum eftir andlát listamannsins, og starfaði í upphafi sem einkasafn í eigu fjölskyldunnar. 1989 var því breytt í samnefnda sjálfseignarstofnun sem fjölskyldan gaf fjölda listaverka Sigurjóns, allt húsnæðið í Laugarnesi ásamt öllu innbúi safnsins, ljósmyndum, rannsóknargögnum og öðru slíku. Ekkja listamannsins, Birgitta Spur, var áfram safnstjóri og formaður stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar og rak safnið um langt árabil af myndarbrag, með dyggum stuðningi fjölmargra aðila, ríkis og sveitarfélaga, þó vissulega hallaði undan fæti hvað varðar aðsókn og athygli á nýrri öld. Eftir bankahrunið 2008 þrengdist síðan verulega um fjárhag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar líkt og fleiri safna, og þar kom að fjölskylda listamannsins átti frumkvæði að viðræðum við Listasafn Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti um að listaverk Sigurjóns Ólafssonar og aðrar eignir sjálfseignarstofnunarinnar yrðu gefnar til Listasafns Íslands. Það gekk eftir. Í júní 2012 var undirritað gjafabréf, þar sem sjálfseignarstofnunin gaf „…Listasafni Íslands allar eignir Listasafns Sigurjóns Ólafssonar til varðveislu í minningu um Sigurjón Ólafsson og list hans og Ingu Birgittu Spur, eftirlifandi eiginkonu hans, sem haldið hefur list og minningu listamannsins á lofti frá því hann féll frá“, svo vísað sé til orðalags í bréfinu. Samhliða þessum gjafagjörningi tók Listasafn Íslands að sér að varðveita ótímabundið – á sinn kostnað – rúmlega hundrað og sextíu höggmyndir Sigurjóns sem voru í einkaeigu fjölskyldumeðlima, og gerði þjónustusamning við ekkju listamannsins sem tryggði að hún gæti búið í húsnæði safnsins í Laugarnesi eins lengi og hún vildi, auk þess að safnið gæti notið þjónustu hennar sem ráðgjafa, ef það óskaði. – Í kjölfar þessara samninga var gefandinn í þessu máli, sjálfseignarstofnunin Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, lögð niður með lögformlegum hætti, og er því ekki lengur til. Það kom því miður fljótlega í ljós, að fjölskylda listamannsins ætlaði sér eftir sem áður að stjórna öllu er varðaði það sem átti að vera ný starfsemi Listasafns Íslands í húsnæðinu í Laugarnesi. Starfsfólki Listasafns Íslands var tekið þar sem gestum fremur en samstarfsfólki, og hugmyndir þess um mögulegar breytingar á starfseminni fengu lítinn hljómgrunn. Af tillitssemi við fjölskyldu listamannsins og virðingu fyrir því starfi sem hún hafði innt af hendi um áratuga skeið var þetta ástand – í reynd stjórn fjölskyldunnar á gjöfinni eftir afhendingu hennar – látið viðgangast. Um síðir hlaut þó að koma upp misklíð, og 2015 hélt fjölskylda listamannsins því fram að Listasafn Íslands hefði misfarið með hluta af því fé sem var ætlað til starfseminnar í Laugarnesi og óskaði eftir að Ríkisendurskoðun kannaði málið. Í skýrslu sinni til Alþingis í mars 2016 tók Ríkisendurskoðun undir ábendingu fjölskyldunnar að hluta, en hvatti Listasafn Íslands einnig til þess að efla stjórnun sína á Sigurjónssafni og starfseminni í Laugarnesi og til að skilgreina betur en gert hefði verið stöðu ekkju listamannsins sem ráðgjafa safnsins. Í svari sínu við þessari ábendingu Ríkisendurskoðunar sagði þáverandi safnstjóri Listasafns Íslands: „Taka skal fram að Listasafn Íslands telur sig hafa farið fram með eins varfærnum hætti og mögulegt er í samskiptum sínum við erfingja Sigurjóns Ólafssonar og þannig tamið sér mildilega umgengni með virku samráði við ættingja myndhöggvarans.“ Í svarinu kom einnig fram að Listasafn Íslands mundi þó í ljósi tilmæla Ríkisendurskoðunar vinna að því að marka skýra stefnu um starfsemina í Laugarnesi og endurskoða þjónustusamning sinn við ekkju listamannsins, svo hlutverk hennar og skyldur færu ekki milli mála. Hvorugt átti eftir að gerast. Fjölskylda listamannsins hóf fljótlega eftir þetta að berjast með ýmsum ráðum og aðstoð lögfræðinga fyrir því að fá aftur full yfirráð yfir því sem gjöfin árið 2012 tók til, þ.e. að krefjast þess að gjöfinni yrði „skilað“ til fjölskyldunnar, eða að henni yrði með einhverjum hætti veitt full yfirráð yfir þeim listaverkum, sem gjöfin tók til, sem og yfir húsnæðinu í Laugarnesi. Herferð þessi hefur staðið frá 2017, og einkum beinst að fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra og forsætisráðherra (sem var mennta- og menningarmálaráðherra þegar gjafagjörningurinn átti sér stað); Listasafn Íslands hefur hins vegar verið sett til hliðar, og nýr safnstjóri, sem hóf þar störf 2017, ekki fengið tækifæri til að sýna vilja sinn um starfsemi Listasafns Íslands í húsnæði safnsins í Laugarnesi í verki, eins furðulega og það hljómar. Síðasti kafli herferðarinnar var opið bréf ekkju listamannsins til forsætisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 4. nóvember sl. Árangurinn er nú kominn í ljós, því 10. nóvember var undirritaður sé skrítni samningur, sem hér var vísað til að framan. Hér er vert að rekja nokkrar spurningar, sem koma upp í hugann við lestur þessa samnings. 1. Í upphafi hans segir að mennta- og menningarmálaráðuneyti geri þennan samning fyrir hönd Listasafns Íslands, og mennta- og menningarmálaráðherra skrifar undir hann fyrir hönd safnsins. – Í 1. gr. myndlistarlaga kemur fram að ráðherra (þ.e. mennta- og menningarmálaráðherra) fari með yfirstjórn myndlistarmála (og þar með yfirstjórn málefna Listasafns Íslands) skv. lögunum, en það kemur hvergi fram að ráðuneytið gegni þar einhverju hlutverki. Þá segir í 4. gr. laganna að safnstjóri stjórni starfsemi og rekstri safnsins og móti listræna stefnu þess, ráði aðra starfsmenn og sé í fyrirsvari fyrir það. - Þetta vekur upp eftirfarandi spurningar: Hefur ráðuneytið – eða jafnvel ráðherra – lagalegt umboð til að semja, eins og hér er gert, um starfsemi og rekstur safnsins? Þarf ekki a.m.k. skriflegt umboð safnstjóra til slíkra samninga? Ef slíkt umboð liggur fyrir, hvers vegna er ekki vísað til þess í samningnum? Er víst að safnstjóri Listasafns Íslands sé sáttur við öll ákvæði þessa samnings? 2. Hér er verið að semja um að safnið kaupi ákveðna þjónustu af einkahlutafélagi, og greiði fyrir það 19,5 m.kr. árlega í nær fimm ár, alls 97,5 m.kr. á samningstímanum. Í lögum um opinber innkaup segir í 1. mgr. 23. gr.: „Öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15.500.000 kr. … skal bjóða út og gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í IV. kafla.“ – Á þetta ákvæði laganna ekki við um þá þjónustu, sem verið er að kaup skv. þessum samningi? Og ef svo er, hvers vegna voru þessi þjónustukaup ekki boðin út? Ef svo er hins vegar ekki, hver eru rökin fyrir þeirri niðurstöðu? 3. Í samningnum er fjallað nokkuð (gr. 1.2.) um fasteignina að Laugarnestanga 70, og afnot einkahlutafélagsins af henni. Fasteignin er í eigu ríkissjóðs og leigir Listasafn Íslands eignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar. Einkahlutafélagið tekur hins vegar skv. samningnum að sér skyldur leigutaka gagnvart Ríkiseignum vegna fasteignarinnar, og þannig má segja að Listasafn Íslands „fram-leigi“ fasteignina frá sjálfu sér til einkahlutafélagsins. – Er slík „framleiga“ í samræmi við verklagsreglur Ríkiseigna? Er þetta gert með vitund og samþykki þeirrar stofnunar? 4. Samkvæmt 6. gr. myndlistarlaga er Listasafni Íslands heimilt að lána listaverk tímabundið til annarra safna eða stofnana, á sýningar eða til rannsókna. Það er ljóst að einkahlutafélag fjölskyldu listamannsins er ekki og getur ekki skv. safnalögum orðið skilgreint sem viðurkennt safn, en telst það sem sé stofnun af því tagi sem safninu er heimilt að lána listaverk tímabundið? 5. Samkvæmt 40. gr. laga um opinber fjármál er Listasafni Íslands heimilt, að fengnu samþykki fjármála- og efnahagsráðherra (og mennta- og menningarmálaráðherra) að gera samning af þessu tagi, sé hann til skemmri tíma en fimm ára. Í samningnum sjálfum er tvítekið (gr. 2.1. og 7.1) að hann sé gerður með fyrirvara um samþykki fjármála- og efnahagsráðherra – annars tekur hann væntanlega ekki gildi. – Liggur samþykki þess ráðherra fyrir? 6. Í samningum er fjallað tvisvar um arðsemi einkahlutafélags fjölskyldu listamannsins, en með ólíkum hætti. Í gr. 2.4. segir: „Félagið skal ekki vera hagnaðardrifið og greiðir ekki út arð.“ í gr. 6.3.6. segir hins vegar að félaginu sé óheimilt að „Greiða út arð vegna ávöxtunar á framlagi eigenda umfram raunávöxtun á verðtryggðum ríkisskuldabréfum frá þeim tíma sem framlagið var greitt inn. …“ – Hvor greinin gildir? Er einkahlutafélaginu bannað að greiða eigendum sínum út arð vegna starfseminnar eða ekki? 7. Samningurinn ber með sér að hafa verið unninn í nokkrum flýti. Þannig eru undirgreinar 3. kafla merktar sem nr. 2.1., 2.2., 2.3. o.s.frv., og undirgreinar 5. kafla merktar sem nr. 4.1., 4.2., 4.3. o.s.frv. – og því eru í samningnum tvö sett af undirgreinum með þessum númerum. Undir þetta skrifa ráðherra og ekkja listamannsins athugasemdalaust fyrir hönd samningsaðila. Þá var samningurinn dagsettur 10. nóvember, tilkynnt var um hann opinberlega 17. nóvember, og hann átti síðan að taka gildi 1. desember sl. – Ekki er ljóst hvort að samþykki fjármála- og efnahagsráðherra hefur legið fyrir á þeim tíma, en án þess hefur gildistaka samningsins væntanlega frestast um a.m.k. mánuð, ekki satt? Það mætti eflaust tína til fleira einkennilegt úr þessum skrítna samningi og spyrja fleiri spurninga, en hér skal látið staðar numið. Það má ætla að þeir sem komu að því að skrifa samninginn hafi haft nokkrar áhyggjur af lagalegu gildi hans, því að í gr. 2.5. (þ.e. þeirri grein með þessu númeri sem telst undirgrein 2. kafla) er tekið sérstaklega fram að einkahlutafélagið skuli starfa í samræmi við lög og reglugerðir sem eiga um umsamda starfsemi. Eins og til að tryggja að allt sé nú löglegt eru síðan taldir eru upp einir átta lagabálkar sem kunni að eiga við, og bætt við að sá listi sé ekki endilega tæmandi! Allt vekur þetta undrun og virkar nánast ankannalegt við endurtekinn lestur. Það væri ekki nema eðlilegt að opinberir eftirlitsaðilar, t.d. Ríkisendurskoðun eða Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, leituðu svara við ýmsum þeim spurningum, sem hér hafa verið viðraðar, og jafnvel fleirum, sem lagalega glöggum mönnum kunna að þykja áhugaverðar eftir lestur þessa samnings, sem mætti ef til vill kalla lagalega loftfimleika á lokadögum í ráðherrastól. Verði ekki spurt frekar og engu svarað, má álykta að hér á landi sé stjórnsýslunni óhætt að semja um nánast hvað sem er við nánast hvern sem er. Vinur er sá er til vamms segir. Þessi skrítni samningur er engum þeim til sóma, sem komu að gerð hans, og þó fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra hafi undirritað samninginn má ætla að bæði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa haft aðkomu að gerð hans. Hér er lagt út í mikla og vafasama snúninga í þeim eina tilgangi að færa fjölskyldu Sigurjóns Ólafssonar aftur tímabundin yfirráð yfir þeim listaverkum og húsnæði, sem sjálfseignarstofnunin Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hafði fært Listasafni Íslands til eignar og fullrar umsjónar árið 2012. Sé rifjað upp að sá gjafagjörningur átti sér stað fyrir frumkvæði fjölskyldunnar sjálfrar, sem sést best af því að það voru fjölskyldumeðlimir sem meira að segja undirrituðu gjafabréfið fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar, verður þessi samningur enn einkennilegri fyrir vikið. Fái þessir loftfimleikar staðist lagalega skoðun og komist samningurinn til framkvæmda, er rétt að óska fjölskyldunni góðs gengis við þau tímabundnu verkefni sem samningurinn felur í sér. Hins vegar er málið ekki þar með úr sögunni, og verður áfram á borði fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, sem nú ber starfsheitið ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra (skv. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu starfa ráðherra, nr. 126/2021, dags. 28. nóvember 2021). Hér er nefnilega ekki um að ræða framtíðarlausn á því viðfangsefni með hvaða hætti listaverkum og minningu Sigurjóns Ólafssonar verður best sinnt – aðeins seinkun á því að slík lausn nái fram að ganga. Framtíðarlausn þessa máls getur aðeins falist í því að starfsfólk Listasafns Íslands njóti loks óskorðaðs trausts ráðherra og fái vinnufrið fyrir fjölskyldu listamannsins til að sinna listaverkum og sögu Sigurjóns Ólafssonar af fullum krafti. Þetta er verkefni sem safninu var falið með gjafagjörningnum 2012, en það hefur ekki enn fengið tækifæri til að vinna á eigin forsendum. Það er ekki að efa að starfsfólk Listasafns Íslands hefur fagþekkingu, virðingu og metnað til að hefja listaverk Sigurjóns Ólafssonar til vegs og virðingar sem aldrei fyrr meðal nýrra kynslóða listunnenda á nýrri öld. Höfundur er er listfræðingur að mennt og starfaði m.a. sem sérfræðingur á skrifstofu menningarmála í mennta- og menningarmálaráðuneyti, en lét af störfum þar í árslok 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Menning Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Landsmenn þekkja dæmi þess, að á lokadögum sínum í ráðherrastólum hafa íslenskir ráðherrar oft tekið eftirtektarverðar ákvarðanir, og þannig sett eins konar punkta yfir i-ið á sinni ráðherratíð. Þessar ákvarðanir hafa verið nokkuð fjölbreyttar; þannig tók fráfarandi sjávarútvegsráðherra eitt sinn stefnumarkandi ákvörðun um að veita heimildir til stórhvalaveiða, en síðar tók fráfarandi samgönguráðherra ákvörðun skemmtilega og skrítna ákvörðun um að styrkja karlakór úr sinni heimabyggð til söngleikjaferðar. Nú í haust tók umhverfisráðherra svo ákvörðun um friðun á eyðijörð, sem reyndist umdeild, svo nefnd séu þrjú dæmi af ólíkum toga. Nú skal vakin athygli á ákvörðun, sem verður einfaldlega að teljast skrítin. 17. nóvember sl. birtist tilkynning á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þess efnis að viku fyrr (meira en 50 dögum eftir Alþingiskosningar) hafi fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra undirritað samning sem ráðuneytið hafi gert fyrir hönd Listasafns Íslands til tæpra fimm ára við nýstofnað einkahlutafélag um að það félag skuli annast rekstur og listræn störf í fyrrum húsnæði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Einkahlutafélagið er í eigu fjölskyldu hins látna listamanns, og er því ætlað að annast daglega starfsemi í húsnæðinu, s.s. sýningarhald, fræðslustarf og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Hér þarf að rekja nokkra forsögu. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var stofnað 1984, tveim árum eftir andlát listamannsins, og starfaði í upphafi sem einkasafn í eigu fjölskyldunnar. 1989 var því breytt í samnefnda sjálfseignarstofnun sem fjölskyldan gaf fjölda listaverka Sigurjóns, allt húsnæðið í Laugarnesi ásamt öllu innbúi safnsins, ljósmyndum, rannsóknargögnum og öðru slíku. Ekkja listamannsins, Birgitta Spur, var áfram safnstjóri og formaður stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar og rak safnið um langt árabil af myndarbrag, með dyggum stuðningi fjölmargra aðila, ríkis og sveitarfélaga, þó vissulega hallaði undan fæti hvað varðar aðsókn og athygli á nýrri öld. Eftir bankahrunið 2008 þrengdist síðan verulega um fjárhag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar líkt og fleiri safna, og þar kom að fjölskylda listamannsins átti frumkvæði að viðræðum við Listasafn Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti um að listaverk Sigurjóns Ólafssonar og aðrar eignir sjálfseignarstofnunarinnar yrðu gefnar til Listasafns Íslands. Það gekk eftir. Í júní 2012 var undirritað gjafabréf, þar sem sjálfseignarstofnunin gaf „…Listasafni Íslands allar eignir Listasafns Sigurjóns Ólafssonar til varðveislu í minningu um Sigurjón Ólafsson og list hans og Ingu Birgittu Spur, eftirlifandi eiginkonu hans, sem haldið hefur list og minningu listamannsins á lofti frá því hann féll frá“, svo vísað sé til orðalags í bréfinu. Samhliða þessum gjafagjörningi tók Listasafn Íslands að sér að varðveita ótímabundið – á sinn kostnað – rúmlega hundrað og sextíu höggmyndir Sigurjóns sem voru í einkaeigu fjölskyldumeðlima, og gerði þjónustusamning við ekkju listamannsins sem tryggði að hún gæti búið í húsnæði safnsins í Laugarnesi eins lengi og hún vildi, auk þess að safnið gæti notið þjónustu hennar sem ráðgjafa, ef það óskaði. – Í kjölfar þessara samninga var gefandinn í þessu máli, sjálfseignarstofnunin Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, lögð niður með lögformlegum hætti, og er því ekki lengur til. Það kom því miður fljótlega í ljós, að fjölskylda listamannsins ætlaði sér eftir sem áður að stjórna öllu er varðaði það sem átti að vera ný starfsemi Listasafns Íslands í húsnæðinu í Laugarnesi. Starfsfólki Listasafns Íslands var tekið þar sem gestum fremur en samstarfsfólki, og hugmyndir þess um mögulegar breytingar á starfseminni fengu lítinn hljómgrunn. Af tillitssemi við fjölskyldu listamannsins og virðingu fyrir því starfi sem hún hafði innt af hendi um áratuga skeið var þetta ástand – í reynd stjórn fjölskyldunnar á gjöfinni eftir afhendingu hennar – látið viðgangast. Um síðir hlaut þó að koma upp misklíð, og 2015 hélt fjölskylda listamannsins því fram að Listasafn Íslands hefði misfarið með hluta af því fé sem var ætlað til starfseminnar í Laugarnesi og óskaði eftir að Ríkisendurskoðun kannaði málið. Í skýrslu sinni til Alþingis í mars 2016 tók Ríkisendurskoðun undir ábendingu fjölskyldunnar að hluta, en hvatti Listasafn Íslands einnig til þess að efla stjórnun sína á Sigurjónssafni og starfseminni í Laugarnesi og til að skilgreina betur en gert hefði verið stöðu ekkju listamannsins sem ráðgjafa safnsins. Í svari sínu við þessari ábendingu Ríkisendurskoðunar sagði þáverandi safnstjóri Listasafns Íslands: „Taka skal fram að Listasafn Íslands telur sig hafa farið fram með eins varfærnum hætti og mögulegt er í samskiptum sínum við erfingja Sigurjóns Ólafssonar og þannig tamið sér mildilega umgengni með virku samráði við ættingja myndhöggvarans.“ Í svarinu kom einnig fram að Listasafn Íslands mundi þó í ljósi tilmæla Ríkisendurskoðunar vinna að því að marka skýra stefnu um starfsemina í Laugarnesi og endurskoða þjónustusamning sinn við ekkju listamannsins, svo hlutverk hennar og skyldur færu ekki milli mála. Hvorugt átti eftir að gerast. Fjölskylda listamannsins hóf fljótlega eftir þetta að berjast með ýmsum ráðum og aðstoð lögfræðinga fyrir því að fá aftur full yfirráð yfir því sem gjöfin árið 2012 tók til, þ.e. að krefjast þess að gjöfinni yrði „skilað“ til fjölskyldunnar, eða að henni yrði með einhverjum hætti veitt full yfirráð yfir þeim listaverkum, sem gjöfin tók til, sem og yfir húsnæðinu í Laugarnesi. Herferð þessi hefur staðið frá 2017, og einkum beinst að fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra og forsætisráðherra (sem var mennta- og menningarmálaráðherra þegar gjafagjörningurinn átti sér stað); Listasafn Íslands hefur hins vegar verið sett til hliðar, og nýr safnstjóri, sem hóf þar störf 2017, ekki fengið tækifæri til að sýna vilja sinn um starfsemi Listasafns Íslands í húsnæði safnsins í Laugarnesi í verki, eins furðulega og það hljómar. Síðasti kafli herferðarinnar var opið bréf ekkju listamannsins til forsætisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 4. nóvember sl. Árangurinn er nú kominn í ljós, því 10. nóvember var undirritaður sé skrítni samningur, sem hér var vísað til að framan. Hér er vert að rekja nokkrar spurningar, sem koma upp í hugann við lestur þessa samnings. 1. Í upphafi hans segir að mennta- og menningarmálaráðuneyti geri þennan samning fyrir hönd Listasafns Íslands, og mennta- og menningarmálaráðherra skrifar undir hann fyrir hönd safnsins. – Í 1. gr. myndlistarlaga kemur fram að ráðherra (þ.e. mennta- og menningarmálaráðherra) fari með yfirstjórn myndlistarmála (og þar með yfirstjórn málefna Listasafns Íslands) skv. lögunum, en það kemur hvergi fram að ráðuneytið gegni þar einhverju hlutverki. Þá segir í 4. gr. laganna að safnstjóri stjórni starfsemi og rekstri safnsins og móti listræna stefnu þess, ráði aðra starfsmenn og sé í fyrirsvari fyrir það. - Þetta vekur upp eftirfarandi spurningar: Hefur ráðuneytið – eða jafnvel ráðherra – lagalegt umboð til að semja, eins og hér er gert, um starfsemi og rekstur safnsins? Þarf ekki a.m.k. skriflegt umboð safnstjóra til slíkra samninga? Ef slíkt umboð liggur fyrir, hvers vegna er ekki vísað til þess í samningnum? Er víst að safnstjóri Listasafns Íslands sé sáttur við öll ákvæði þessa samnings? 2. Hér er verið að semja um að safnið kaupi ákveðna þjónustu af einkahlutafélagi, og greiði fyrir það 19,5 m.kr. árlega í nær fimm ár, alls 97,5 m.kr. á samningstímanum. Í lögum um opinber innkaup segir í 1. mgr. 23. gr.: „Öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15.500.000 kr. … skal bjóða út og gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í IV. kafla.“ – Á þetta ákvæði laganna ekki við um þá þjónustu, sem verið er að kaup skv. þessum samningi? Og ef svo er, hvers vegna voru þessi þjónustukaup ekki boðin út? Ef svo er hins vegar ekki, hver eru rökin fyrir þeirri niðurstöðu? 3. Í samningnum er fjallað nokkuð (gr. 1.2.) um fasteignina að Laugarnestanga 70, og afnot einkahlutafélagsins af henni. Fasteignin er í eigu ríkissjóðs og leigir Listasafn Íslands eignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar. Einkahlutafélagið tekur hins vegar skv. samningnum að sér skyldur leigutaka gagnvart Ríkiseignum vegna fasteignarinnar, og þannig má segja að Listasafn Íslands „fram-leigi“ fasteignina frá sjálfu sér til einkahlutafélagsins. – Er slík „framleiga“ í samræmi við verklagsreglur Ríkiseigna? Er þetta gert með vitund og samþykki þeirrar stofnunar? 4. Samkvæmt 6. gr. myndlistarlaga er Listasafni Íslands heimilt að lána listaverk tímabundið til annarra safna eða stofnana, á sýningar eða til rannsókna. Það er ljóst að einkahlutafélag fjölskyldu listamannsins er ekki og getur ekki skv. safnalögum orðið skilgreint sem viðurkennt safn, en telst það sem sé stofnun af því tagi sem safninu er heimilt að lána listaverk tímabundið? 5. Samkvæmt 40. gr. laga um opinber fjármál er Listasafni Íslands heimilt, að fengnu samþykki fjármála- og efnahagsráðherra (og mennta- og menningarmálaráðherra) að gera samning af þessu tagi, sé hann til skemmri tíma en fimm ára. Í samningnum sjálfum er tvítekið (gr. 2.1. og 7.1) að hann sé gerður með fyrirvara um samþykki fjármála- og efnahagsráðherra – annars tekur hann væntanlega ekki gildi. – Liggur samþykki þess ráðherra fyrir? 6. Í samningum er fjallað tvisvar um arðsemi einkahlutafélags fjölskyldu listamannsins, en með ólíkum hætti. Í gr. 2.4. segir: „Félagið skal ekki vera hagnaðardrifið og greiðir ekki út arð.“ í gr. 6.3.6. segir hins vegar að félaginu sé óheimilt að „Greiða út arð vegna ávöxtunar á framlagi eigenda umfram raunávöxtun á verðtryggðum ríkisskuldabréfum frá þeim tíma sem framlagið var greitt inn. …“ – Hvor greinin gildir? Er einkahlutafélaginu bannað að greiða eigendum sínum út arð vegna starfseminnar eða ekki? 7. Samningurinn ber með sér að hafa verið unninn í nokkrum flýti. Þannig eru undirgreinar 3. kafla merktar sem nr. 2.1., 2.2., 2.3. o.s.frv., og undirgreinar 5. kafla merktar sem nr. 4.1., 4.2., 4.3. o.s.frv. – og því eru í samningnum tvö sett af undirgreinum með þessum númerum. Undir þetta skrifa ráðherra og ekkja listamannsins athugasemdalaust fyrir hönd samningsaðila. Þá var samningurinn dagsettur 10. nóvember, tilkynnt var um hann opinberlega 17. nóvember, og hann átti síðan að taka gildi 1. desember sl. – Ekki er ljóst hvort að samþykki fjármála- og efnahagsráðherra hefur legið fyrir á þeim tíma, en án þess hefur gildistaka samningsins væntanlega frestast um a.m.k. mánuð, ekki satt? Það mætti eflaust tína til fleira einkennilegt úr þessum skrítna samningi og spyrja fleiri spurninga, en hér skal látið staðar numið. Það má ætla að þeir sem komu að því að skrifa samninginn hafi haft nokkrar áhyggjur af lagalegu gildi hans, því að í gr. 2.5. (þ.e. þeirri grein með þessu númeri sem telst undirgrein 2. kafla) er tekið sérstaklega fram að einkahlutafélagið skuli starfa í samræmi við lög og reglugerðir sem eiga um umsamda starfsemi. Eins og til að tryggja að allt sé nú löglegt eru síðan taldir eru upp einir átta lagabálkar sem kunni að eiga við, og bætt við að sá listi sé ekki endilega tæmandi! Allt vekur þetta undrun og virkar nánast ankannalegt við endurtekinn lestur. Það væri ekki nema eðlilegt að opinberir eftirlitsaðilar, t.d. Ríkisendurskoðun eða Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, leituðu svara við ýmsum þeim spurningum, sem hér hafa verið viðraðar, og jafnvel fleirum, sem lagalega glöggum mönnum kunna að þykja áhugaverðar eftir lestur þessa samnings, sem mætti ef til vill kalla lagalega loftfimleika á lokadögum í ráðherrastól. Verði ekki spurt frekar og engu svarað, má álykta að hér á landi sé stjórnsýslunni óhætt að semja um nánast hvað sem er við nánast hvern sem er. Vinur er sá er til vamms segir. Þessi skrítni samningur er engum þeim til sóma, sem komu að gerð hans, og þó fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra hafi undirritað samninginn má ætla að bæði forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa haft aðkomu að gerð hans. Hér er lagt út í mikla og vafasama snúninga í þeim eina tilgangi að færa fjölskyldu Sigurjóns Ólafssonar aftur tímabundin yfirráð yfir þeim listaverkum og húsnæði, sem sjálfseignarstofnunin Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hafði fært Listasafni Íslands til eignar og fullrar umsjónar árið 2012. Sé rifjað upp að sá gjafagjörningur átti sér stað fyrir frumkvæði fjölskyldunnar sjálfrar, sem sést best af því að það voru fjölskyldumeðlimir sem meira að segja undirrituðu gjafabréfið fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar, verður þessi samningur enn einkennilegri fyrir vikið. Fái þessir loftfimleikar staðist lagalega skoðun og komist samningurinn til framkvæmda, er rétt að óska fjölskyldunni góðs gengis við þau tímabundnu verkefni sem samningurinn felur í sér. Hins vegar er málið ekki þar með úr sögunni, og verður áfram á borði fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, sem nú ber starfsheitið ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra (skv. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu starfa ráðherra, nr. 126/2021, dags. 28. nóvember 2021). Hér er nefnilega ekki um að ræða framtíðarlausn á því viðfangsefni með hvaða hætti listaverkum og minningu Sigurjóns Ólafssonar verður best sinnt – aðeins seinkun á því að slík lausn nái fram að ganga. Framtíðarlausn þessa máls getur aðeins falist í því að starfsfólk Listasafns Íslands njóti loks óskorðaðs trausts ráðherra og fái vinnufrið fyrir fjölskyldu listamannsins til að sinna listaverkum og sögu Sigurjóns Ólafssonar af fullum krafti. Þetta er verkefni sem safninu var falið með gjafagjörningnum 2012, en það hefur ekki enn fengið tækifæri til að vinna á eigin forsendum. Það er ekki að efa að starfsfólk Listasafns Íslands hefur fagþekkingu, virðingu og metnað til að hefja listaverk Sigurjóns Ólafssonar til vegs og virðingar sem aldrei fyrr meðal nýrra kynslóða listunnenda á nýrri öld. Höfundur er er listfræðingur að mennt og starfaði m.a. sem sérfræðingur á skrifstofu menningarmála í mennta- og menningarmálaráðuneyti, en lét af störfum þar í árslok 2018.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar