Raggagarður fær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 17:46 Hér má sjá Vilborgu og manninn hennar Halldór, sem stóðu að uppbyggingu Raggagarðs. Ferðamálastofa Vilborg Arnarsdóttir fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu Raggagarðs á Súðavík. Vilborg fór af stað með uppbyggingu garðsins til minningar um son hennar Ragnar Frey Vestfjörð, sem lést í bílslysi árið 2001 aðeins sautján ára gamal. Markmiðið, samkvæmt tilkynningu Ferðamálastofu, með garðinum er að hlúa að fjölskyldunni, efla útivist og hreyfingu og stuðla um leið að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Þá hafi Vilborg með uppbyggingu garðsins einnig stutt við uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á Vestfjörðum. Hér má sjá leiktækin í Raggagarði.Ferðamálastofa „Súðavíkurhreppur lagði til lóðina en heimamenn, sumarbúar, gestir og fjöldi velunnara gerðsins á öllum aldri ásamt styrktaraðilum hafa látið þennan draum rætast,“ segir í tilkynningunni. Öryggi og aðgengi fyrir alla Raggagarður hefur tvisvar sinnum fengið styrk frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða. Annars vegar árið 2019 en þá fólst verkefnið í því að bæta öryggi ferðamanna, meðal annars með því að setja upp auglýsingaskilti, bæta við öryggismottum fyrir leiktæki, laga girðingar og smíða öruggari aðstöðu fyrir grillin á Boggutúni. Raggagarður úr lofti.Ferðamálastofa Raggagarður fékk styrk aftur nú í ár, og var sá styrkur hluti af sérstakri aukaúthlutun ráðherra, þar sem lögð var áhersla á bætt aðgengi á ferðamannastöðum fyrir gesti með skerta hreyfigetu. Verkefnið snerist meðal annars um það að setja mottur á göngustíga á svæðinu, setja upp handföng við salerni og smíði á nýjum og lengri rampi. Segir í tilkynningunni að bæði verkefnin hafi verið kláruð með miklum sóma og rími vel við áherslur Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er varða öryggi, bætt aðgengi og samfélagslega ábyrgð. Súðavíkurhreppur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Vilborg fór af stað með uppbyggingu garðsins til minningar um son hennar Ragnar Frey Vestfjörð, sem lést í bílslysi árið 2001 aðeins sautján ára gamal. Markmiðið, samkvæmt tilkynningu Ferðamálastofu, með garðinum er að hlúa að fjölskyldunni, efla útivist og hreyfingu og stuðla um leið að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Þá hafi Vilborg með uppbyggingu garðsins einnig stutt við uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á Vestfjörðum. Hér má sjá leiktækin í Raggagarði.Ferðamálastofa „Súðavíkurhreppur lagði til lóðina en heimamenn, sumarbúar, gestir og fjöldi velunnara gerðsins á öllum aldri ásamt styrktaraðilum hafa látið þennan draum rætast,“ segir í tilkynningunni. Öryggi og aðgengi fyrir alla Raggagarður hefur tvisvar sinnum fengið styrk frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða. Annars vegar árið 2019 en þá fólst verkefnið í því að bæta öryggi ferðamanna, meðal annars með því að setja upp auglýsingaskilti, bæta við öryggismottum fyrir leiktæki, laga girðingar og smíða öruggari aðstöðu fyrir grillin á Boggutúni. Raggagarður úr lofti.Ferðamálastofa Raggagarður fékk styrk aftur nú í ár, og var sá styrkur hluti af sérstakri aukaúthlutun ráðherra, þar sem lögð var áhersla á bætt aðgengi á ferðamannastöðum fyrir gesti með skerta hreyfigetu. Verkefnið snerist meðal annars um það að setja mottur á göngustíga á svæðinu, setja upp handföng við salerni og smíði á nýjum og lengri rampi. Segir í tilkynningunni að bæði verkefnin hafi verið kláruð með miklum sóma og rími vel við áherslur Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er varða öryggi, bætt aðgengi og samfélagslega ábyrgð.
Súðavíkurhreppur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira