Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 20:50 Hér má sjá Chris Noth í hlutverki Mr. Big í nýrri seríu Beðmáls í borginni, sem heitir And Just Like That. HBO Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. Konurnar tvær höfðu samband við Hollywood Reporter til að greina frá meintum nauðgunum. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter þekkjast konurnar ekki og höfðu þær samband við blaðið hvor í sínu lagi. Kveikjan hjá þeim báðum hafi þó verið nýja serían af hinum sívinsælu þáttum, Beðmáli í borginni eða Sex and the City, sem er í sýningu núna. Báðar eru þær sagðar lýsa svipuðum aðstæðum og gjörðum Noth þegar meintar nauðganir áttu sér stað. Þær hafi þá átt sér stað með meira en áratugs millibili. „Ég braut ekki á þessum konum“ Noth segir í yfirlýsingu við Hollywood Reporter að þessar ásakanir séu ósannar. Hann hafi aldrei veist að konum. „Þessar sögur hefðu getað verið frá þrjátíu árum eða þrjátíu dögum - nei þýðir alltaf nei - það er lína sem ég steig aldrei yfir,“ segir Noth í yfirlýsingunni. „Þessi samskipti fóru fram með samþykki beggja. Það er erfitt að velta ekki fyrir sér tímasetningu þessara frásagna. Ég veit ekki hvers vegna þær stíga fram núna en ég veit þetta: Ég braut ekki á þessum konum.“ Segir Noth hafa hlegið að sér þegar hún bað hann að nota smokk Varað er við því að lýsingar hér að neðan eru nokkuð grófar. Konurnar tvær koma ekki fram undir nafni en eru kallaðar Zoe og Lily í frétt Hollywood Reporter. Báðar segjast þær hafa kynnst Noth þegar þær voru nýskriðnar yfir tvítugt. Zoe, sem vinnur enn í skemmtanabransanum, segist hafa kynnst Noth þegar hún byrjaði að vinna í skemmtanabransanum árið 2004. Hún segir að eftir að hafa nokkrum sinnum daðrað á vinnustaðnum hafi hann boðið henni að koma til sín í heimsókn til að nota sundlaug, sem var í íbúðakjarnanum sem hann bjó í. Zoe er nú fertug og segir leikarann hafa lokkað sig inn í íbúðina hans undir því yfirskyni að hann vildi sýna henni bók sem hann væri að lesa. Hann hafi síðan kysst hana og stundað við hana mök að aftan, á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Þetta var mjög vont og ég öskraði á hann að stoppa,“ segir Zoe. „Og hann gerði það ekki. Þá sagði ég: „gætirðu allavega notað smokk“ og hann hló að mér.“ Zoe segir að með aðstoð vinar síns hafi hún leitað læknisaðstoðar eftir atvikið. Hún hafi þurft sauma eftir árásina. Lögregla hafi verið kölluð til en hún hafi ekki þorað að segja að Noth væri árásarmaðurinn af ótta við að henni yrði refsað í vinnunni eða ekki trúað. Hollywood Reporter gerði tilraun til að staðfesta læknisheimsóknina en sjúkrahúsið sem hún leitaði á geymir ekki gögn svo langt aftur í tímann. Þrýsti þeim báðum upp að spegli á meðan á árásunum stóð Konan sem kölluð er Lily í greininni er nú 31 árs gömul og segist hafa hitt Noth árið 2015 þegar hún var 25 ára og hann sextugur. Þau hafi hist á lokuðu svæði á næturklúbbnum No.8 í New York, sem nú hefur verið lokað, en hún vann þar sem þjónn. Lily starfar nú í blaðamennsku en hún segir Noth hafa boðið sér út að borða og hún þegið boðið vegna aðdáunar hennar á þáttunum Beðmál í borginni. Hún segist hafa farið heim með Noth í þeirri trú að þau ætluðu að drekka saman viskí og ræða framtíðarstarfsmöguleika hennar. Noth hafi þá kysst hana og þrýst lim sínum í munninn á henni. Þá hafi hann stundað við hana mök á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Ég grét á meðan.“ And Just Like That veki upp gamlar minningar Fram kemur að Hollywood Reporter hafi fengið að skoða skilaboð sem Noth og Lily sendu sín á milli eftir atvikið, í mars og apríl 2015. Noth hafi meðal annars sent henni: „Ég verð að spyrja þig hvort þú naust næturinnar okkar í síðustu viku. Mér fannst þetta skemmtilegt en var ekki viss hvernig þér liði.“ Lily hafi þá svarað: „Hmm... Ég naut nærveru þinnar (e. your company). Skemmtilegt samtal. Vil ekki fara út í smáatriði í sms-skilaboðum en mér líður eins og ég hafi verið notuð... Kannski ættum við að ræða þetta frekar í símtali en ég get ekki talað akkúrat núna.“ Þau hafi síðan rætt að hittast aftur sem hún hætti síðar við. Þau hafi aldrei hist síðan. Báðar konurnar sögðu í samtali við Hollywood Reporter að þeim hafi þótt þær þurfa að stíga fram núna og segja sína sögu. Auglýsingaherferðin fyrir And Just Like That, nýju seríu Beðmáls í borginni, hafi vakið upp gamlar minningar. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Konurnar tvær höfðu samband við Hollywood Reporter til að greina frá meintum nauðgunum. Samkvæmt frétt Hollywood Reporter þekkjast konurnar ekki og höfðu þær samband við blaðið hvor í sínu lagi. Kveikjan hjá þeim báðum hafi þó verið nýja serían af hinum sívinsælu þáttum, Beðmáli í borginni eða Sex and the City, sem er í sýningu núna. Báðar eru þær sagðar lýsa svipuðum aðstæðum og gjörðum Noth þegar meintar nauðganir áttu sér stað. Þær hafi þá átt sér stað með meira en áratugs millibili. „Ég braut ekki á þessum konum“ Noth segir í yfirlýsingu við Hollywood Reporter að þessar ásakanir séu ósannar. Hann hafi aldrei veist að konum. „Þessar sögur hefðu getað verið frá þrjátíu árum eða þrjátíu dögum - nei þýðir alltaf nei - það er lína sem ég steig aldrei yfir,“ segir Noth í yfirlýsingunni. „Þessi samskipti fóru fram með samþykki beggja. Það er erfitt að velta ekki fyrir sér tímasetningu þessara frásagna. Ég veit ekki hvers vegna þær stíga fram núna en ég veit þetta: Ég braut ekki á þessum konum.“ Segir Noth hafa hlegið að sér þegar hún bað hann að nota smokk Varað er við því að lýsingar hér að neðan eru nokkuð grófar. Konurnar tvær koma ekki fram undir nafni en eru kallaðar Zoe og Lily í frétt Hollywood Reporter. Báðar segjast þær hafa kynnst Noth þegar þær voru nýskriðnar yfir tvítugt. Zoe, sem vinnur enn í skemmtanabransanum, segist hafa kynnst Noth þegar hún byrjaði að vinna í skemmtanabransanum árið 2004. Hún segir að eftir að hafa nokkrum sinnum daðrað á vinnustaðnum hafi hann boðið henni að koma til sín í heimsókn til að nota sundlaug, sem var í íbúðakjarnanum sem hann bjó í. Zoe er nú fertug og segir leikarann hafa lokkað sig inn í íbúðina hans undir því yfirskyni að hann vildi sýna henni bók sem hann væri að lesa. Hann hafi síðan kysst hana og stundað við hana mök að aftan, á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Þetta var mjög vont og ég öskraði á hann að stoppa,“ segir Zoe. „Og hann gerði það ekki. Þá sagði ég: „gætirðu allavega notað smokk“ og hann hló að mér.“ Zoe segir að með aðstoð vinar síns hafi hún leitað læknisaðstoðar eftir atvikið. Hún hafi þurft sauma eftir árásina. Lögregla hafi verið kölluð til en hún hafi ekki þorað að segja að Noth væri árásarmaðurinn af ótta við að henni yrði refsað í vinnunni eða ekki trúað. Hollywood Reporter gerði tilraun til að staðfesta læknisheimsóknina en sjúkrahúsið sem hún leitaði á geymir ekki gögn svo langt aftur í tímann. Þrýsti þeim báðum upp að spegli á meðan á árásunum stóð Konan sem kölluð er Lily í greininni er nú 31 árs gömul og segist hafa hitt Noth árið 2015 þegar hún var 25 ára og hann sextugur. Þau hafi hist á lokuðu svæði á næturklúbbnum No.8 í New York, sem nú hefur verið lokað, en hún vann þar sem þjónn. Lily starfar nú í blaðamennsku en hún segir Noth hafa boðið sér út að borða og hún þegið boðið vegna aðdáunar hennar á þáttunum Beðmál í borginni. Hún segist hafa farið heim með Noth í þeirri trú að þau ætluðu að drekka saman viskí og ræða framtíðarstarfsmöguleika hennar. Noth hafi þá kysst hana og þrýst lim sínum í munninn á henni. Þá hafi hann stundað við hana mök á meðan hann þrýsti henni upp að spegli. „Ég grét á meðan.“ And Just Like That veki upp gamlar minningar Fram kemur að Hollywood Reporter hafi fengið að skoða skilaboð sem Noth og Lily sendu sín á milli eftir atvikið, í mars og apríl 2015. Noth hafi meðal annars sent henni: „Ég verð að spyrja þig hvort þú naust næturinnar okkar í síðustu viku. Mér fannst þetta skemmtilegt en var ekki viss hvernig þér liði.“ Lily hafi þá svarað: „Hmm... Ég naut nærveru þinnar (e. your company). Skemmtilegt samtal. Vil ekki fara út í smáatriði í sms-skilaboðum en mér líður eins og ég hafi verið notuð... Kannski ættum við að ræða þetta frekar í símtali en ég get ekki talað akkúrat núna.“ Þau hafi síðan rætt að hittast aftur sem hún hætti síðar við. Þau hafi aldrei hist síðan. Báðar konurnar sögðu í samtali við Hollywood Reporter að þeim hafi þótt þær þurfa að stíga fram núna og segja sína sögu. Auglýsingaherferðin fyrir And Just Like That, nýju seríu Beðmáls í borginni, hafi vakið upp gamlar minningar.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira