Hagur húsfélaga að framlengja átakið Allir vinna Daníel Árnason skrifar 17. desember 2021 11:30 Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða blasir nú við mörgum húsfélögum sem farið hafa af stað í góðri trú með umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir í tengslum við átakið ALLIR VINNA að ekki næst að ljúka þeim fyrir áramót vegna tafa af völdum COVID-19. Algengast er að um sé að ræða tafir á vinnuþættinum hjá verktökum vegna fjarvista erlends starfsfólks, s.s. vegna smit- og sóttvarna. Áhrifa COVID-19 gætir einnig í vaxandi mæli á ýmis aðföng vegna viðhalds- og byggingarframkvæmda, s.s. á framleiðslu erlendis og flutninga. Fjölmörg dæmi eru um það hjá húsfélögum sem eru í þjónustu hjá okkur að framkvæmdum, sem átti að ljúka í haust, hafi verið slegið á frest til vors 2022 af þessum orsökum. Aðdragandi framkvæmda hjá húsfélögum er umtalsverður, bæði öflun tilboða og samþykktarferlið. Eðlilega verðum við því vör við gremju hjá stjórnum húsfélaga sem eru lent í þessari stöðu, enda allt útlit er fyrir að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir raskist með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir eigendur, fari svo að ALLIR VINNA ljúki nú um áramótin. Efnt var til átaksins sem hluta af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum COVID-19 á efnahagslífið. Kórónuveirufaraldurinn er langt frá því að vera yfirstaðinn og því er full þörf á að framlengja átakið að okkar mati. Átakið hófst í mars 2020 og það hefur haft mikil og jákvæð áhrif fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í fjöleignarhúsum. Húsfélög í mörgum eldri fjöleignarhúsum hafa ráðist í tímabært viðhald og endurbætur, beinlínis vegna minni kostnaðar sem fylgir 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Við hjá Eignaumsjón, sem höfum verið leiðandi hérlendis í yfir 20 ár í þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa, tökum því heilshugar undir áskoranir til stjórnvalda og Alþingis um að átakið ALLIR VINNA verði framlengt enn um sinn. Jafnframt höfum við komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri við félagsmálaráðuneytið, sem fer með málefni fjöleignarhúsa. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar