Dætur Þóris Hergeirssonar afar stoltar af föður sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 12:31 Þórir Hergeirsson fagnar með heimsmeistarabikarinn eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær. AP/Joan Monfort Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti og sigurganga hans hélt áfram á Spáni í gær. Margir glöddust í Noregi og ekki síst fjölskyldumeðlimirnir. Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva. HM 2021 í handbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Verdens Gang heyrði hljóðið í dætrum Þóris Hergeirssonar, Maríu og Sunneveu, eftir að hann gerði norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum í gær. María Þórisdóttir var á leiðinni til London eftir hafa hjálpað Manchester United að vinna 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hergeirsson hylles av døtrene: Veldig stolt av det han har fått til https://t.co/R9pHc47ddF— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 „Þetta var gríðarlega spennandi. Ég var sveitt á höndunum allan leikinn,“ sagði hinn 28 ára gamla María í símtali við blaðamann VG á leiðinni suður tl London. „Ég hoppaði um í húsinu og verð að biðja nágranna mína í Frogner afsökunar á hávaðanum í mér. Hjartslátturinn var mjög hraður hjá mér og ég fór í æfingagallann í tilefni af leiknum,“ sagði Sunnveva sem er þremur árum yngri en María. Norska liðið lenti um tíma sex mörkum undir í úrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Ég hélt að þetta yrði löng og leiðinleg bílferð en ef það er eitthvert lið sem getur komið til baka þá eru það þær,“ sagði María sem hlustaði á útvarpslýsingu frá leiknum. „Það skiptir öllu að vera yfir þegar leikurinn klárast en þetta leit ekki vel út. Ég tók mér smá pásu í hálfleiknum en svo breyttist allt í seinni hálfleiknum,“ sagði Sunnveva sem rekur bakarí í Osló. Sending sincere congratulations to the Norwegian Women's Team @NORhandball and of course to Thorir Hergeirsson, for winning the World Championship yet again! That mix of grit and wit is a winning combination Gratulerer #Norge!— President of Iceland (@PresidentISL) December 19, 2021 „Ég er mjög stolt af því sem hann hefur afrekað. Ég hlakka til að við höldum jólin saman heima í Noregi,“ sagði María. „Ég hlakka til að skála við hann með litlum IPA. Hann verður ljúffengur,“ sagði Sunnveva. Verdens Gang sagði Þóri frá viðbrögðum dætra hans. „Það er virkilega indælt að heyra það. Mjög notalegt. Ég vona að við komust öll heim án þess að ná okkur i kórónuveiruna,“ sagði Þórir. Noregur var fjórum mörkum undir í hálfleik en eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. „Þetta snýst um að vera með ís í maganum þínum. Hann hefur séð svo margt á sínum ferli en þetta er ekki bara hann. Það eru allir frábærir í þessu liðu,“ sagði María. „Það var æðislegt að sjá þær í seinni hálfleiknum og þá var púlsinn fljótur að fara niður. Þá var maður bara stolt og ánægð fyrir þeirra hönd. Þau leggja svo mikið á sig,“ sagði Sunneva.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira