„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Snorri Másson skrifar 20. desember 2021 23:02 Kristófer Oliversson formaður Samtaka fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Vísir/Sigurjón Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. Töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er þó staddur í Reykjavík yfir hátíðarnar, sem virðist ekki láta samkomutakmarkanir eins mikið á sig fá og Íslendingar. Staðan í ferðaþjónustunni er þó slæm og kallað er eftir heildarsýn frá nýrri ríkisstjórn. Við getum ekki haldið svona áfram mikið lengur, segja bæði fulltrúar ferðaþjónustu og skemmtanalífs í kvöldfréttum Stöðvar 2: Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, telur að um 60% gistirýma séu í nýtingu í Reykjavík. Það er langt frá því að vera full sveifla. Greinin er enn í sárum og Kristófer kallar eftir pólitískri leiðsögn með heildarhagsmuni í huga frá nýrri ríkisstjórn. „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust að það sé bara lokað og fólk sett í sóttkví. Á einhverjum tímapunkti erum við búin að fullbólusetja þjóðina og þurfum að fara að taka ákvarðanir út frá því en ekki frá afkastagetu sjúkrahúss sem virðist ekki hafa breyst mikið á þessum tveimur árum,“ segir Kristófer. Ferðamennirnir sjálfir eru á aðventunni ekki beint með hugann við pólitíska leiðsögn með heildarhagsmuni í huga og eru meira bara að pæla í norðurljósum og kakó. Við ræddum til dæmis við Dastan frá Kasakstan, sem sagði að hann upplifði öryggi á Íslandi - lands sem hann hafi lengi dreymt um að koma til; undarlegt sambland af frosti og funa, eins og þar segir. Ekki allir komast klakklaust til landsins, heldur mætir á hverjum degi einhver á Keflavíkurflugvöll með ófullnægjandi gögn - gleymir bólusetningarvottorði eða öðru slíku. Frá 1. júní til 15. desember á þessu ári voru skráð 440 slík tilvik í kerfum lögreglu og 27 einstaklingum vísað frá landinu. Ekki munur á klukkustund til eða frá Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen og viðburðahaldari með meiru, er að halda tónleika í Hörpu á morgun sem hann veit ekki hvort verður af. Þess utan liggur fyrir að starfsemi á skemmtistað hans verður verulega takmörkuð á næstu vikum. Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega skrýtið að við séum hérna eftir tvö ár faraldri og að það sé verið að gera sömu hluti en búist við því að það verði önnur niðurstaða,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Steinþór segir engin gögn á bakvið það hvaða áhrif það hafi á faraldurinn að stytta afgreiðslutíma lítillega. Sannarlega muni að hafa opið til hálf fimm eða til miðnættis en klukkustund til eða frá skipti ekki sköpum. „Af hverju fáum við þá ekki að hafa opið til eitt með 20 manns í hverju hólfi? Ég held að það myndi ekki breyta neinu,“ segir Steinþór, sem bætir því við að nýjar takmarkanir geti verið náðarhöggið fyrir fjölda rekstraraðila. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er þó staddur í Reykjavík yfir hátíðarnar, sem virðist ekki láta samkomutakmarkanir eins mikið á sig fá og Íslendingar. Staðan í ferðaþjónustunni er þó slæm og kallað er eftir heildarsýn frá nýrri ríkisstjórn. Við getum ekki haldið svona áfram mikið lengur, segja bæði fulltrúar ferðaþjónustu og skemmtanalífs í kvöldfréttum Stöðvar 2: Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, telur að um 60% gistirýma séu í nýtingu í Reykjavík. Það er langt frá því að vera full sveifla. Greinin er enn í sárum og Kristófer kallar eftir pólitískri leiðsögn með heildarhagsmuni í huga frá nýrri ríkisstjórn. „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust að það sé bara lokað og fólk sett í sóttkví. Á einhverjum tímapunkti erum við búin að fullbólusetja þjóðina og þurfum að fara að taka ákvarðanir út frá því en ekki frá afkastagetu sjúkrahúss sem virðist ekki hafa breyst mikið á þessum tveimur árum,“ segir Kristófer. Ferðamennirnir sjálfir eru á aðventunni ekki beint með hugann við pólitíska leiðsögn með heildarhagsmuni í huga og eru meira bara að pæla í norðurljósum og kakó. Við ræddum til dæmis við Dastan frá Kasakstan, sem sagði að hann upplifði öryggi á Íslandi - lands sem hann hafi lengi dreymt um að koma til; undarlegt sambland af frosti og funa, eins og þar segir. Ekki allir komast klakklaust til landsins, heldur mætir á hverjum degi einhver á Keflavíkurflugvöll með ófullnægjandi gögn - gleymir bólusetningarvottorði eða öðru slíku. Frá 1. júní til 15. desember á þessu ári voru skráð 440 slík tilvik í kerfum lögreglu og 27 einstaklingum vísað frá landinu. Ekki munur á klukkustund til eða frá Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen og viðburðahaldari með meiru, er að halda tónleika í Hörpu á morgun sem hann veit ekki hvort verður af. Þess utan liggur fyrir að starfsemi á skemmtistað hans verður verulega takmörkuð á næstu vikum. Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega skrýtið að við séum hérna eftir tvö ár faraldri og að það sé verið að gera sömu hluti en búist við því að það verði önnur niðurstaða,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Steinþór segir engin gögn á bakvið það hvaða áhrif það hafi á faraldurinn að stytta afgreiðslutíma lítillega. Sannarlega muni að hafa opið til hálf fimm eða til miðnættis en klukkustund til eða frá skipti ekki sköpum. „Af hverju fáum við þá ekki að hafa opið til eitt með 20 manns í hverju hólfi? Ég held að það myndi ekki breyta neinu,“ segir Steinþór, sem bætir því við að nýjar takmarkanir geti verið náðarhöggið fyrir fjölda rekstraraðila.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent