Að alast upp í heimsfaraldri Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2021 08:31 Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar