Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2021 13:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“ Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“
Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37