Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 13:31 TF-GPA var kyrrsett vegna skuldar WOW við Isavia Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið má rekja til deilna Isavia og ALC um yfirráð yfir Airbus þotu Wow Air. Isavia hafði kyrrsett þotuna árið 2019 vegna skulda flugfélagsins Wow air sem varð gjaldþrota sama ár. ALC, sem eigandi flugvélarinnar, taldi hins vegar að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, Wow air. Þotunni var flogið burt eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness Málið kom til kasta dómstóla hér á landi en endaði á því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja umrædda vél vegna greiðslna sem tengdust vélinni sjálfri, ekki heildarskuldar Wow air við Isavia. Tekið var fram í úrskurði Héraðsdóms að réttaaráhrif úrskurðarins frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og síðar Hæstaréttar, sem Isavia gerði. Það gerði það að verkum að ALC greiddi gjöldin sem tengdust vélinni og var henni að lokum snarlega flogið af landi brott. Isavia sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og stefndi íslenska ríkinu og ALC til greiðslu 2,2 milljarða skaðabóta vegna málsins. Taldi Isavia að úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Félagið hafi verið svipt tryggingu fyrir umræddri skuld. Dómarinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi Niðurstaða fékkst í málið í gær og komst Héraðsdómur Reykjavíkur af því að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur og byggður á röngum forsendum vegna saknæmra mistaka dómara málsins. Vinnuvélum var komið fyrir svo vélin gæti ekki farið af landi brott.Visir/Vilhelm Segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness hafi litið framhjá rökstuðningi Landsréttar, æðri réttar, í sama máli og haldið sig við túlkun á lagaákvæði sem gengi í berhögg við túlkun Landsréttar. Telur Héraðsdómur Reykjavíkur einnig að umræddur héraðsdómari hafi sýnt af sér saknæma háttsemi er hann féllst ekki á kröfu um að málskot myndi fresta aðfarargerð á grundvelli úrskurðarins. Segir að dómarinn hafi mátt vita að rétta væri að fresta aðfararaðgerðinni þar til niðurstaða æðri dómstóls lægi fyrir. Með þessu hafi íslenska ríkið og ALC bakað Isavia tjón upp á rúma 2,5 milljarða króna. Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða Isavia 15 milljónir vegna málskostnaðar. Fréttir af flugi Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23 Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25 Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Málið má rekja til deilna Isavia og ALC um yfirráð yfir Airbus þotu Wow Air. Isavia hafði kyrrsett þotuna árið 2019 vegna skulda flugfélagsins Wow air sem varð gjaldþrota sama ár. ALC, sem eigandi flugvélarinnar, taldi hins vegar að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, Wow air. Þotunni var flogið burt eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness Málið kom til kasta dómstóla hér á landi en endaði á því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja umrædda vél vegna greiðslna sem tengdust vélinni sjálfri, ekki heildarskuldar Wow air við Isavia. Tekið var fram í úrskurði Héraðsdóms að réttaaráhrif úrskurðarins frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og síðar Hæstaréttar, sem Isavia gerði. Það gerði það að verkum að ALC greiddi gjöldin sem tengdust vélinni og var henni að lokum snarlega flogið af landi brott. Isavia sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og stefndi íslenska ríkinu og ALC til greiðslu 2,2 milljarða skaðabóta vegna málsins. Taldi Isavia að úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Félagið hafi verið svipt tryggingu fyrir umræddri skuld. Dómarinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi Niðurstaða fékkst í málið í gær og komst Héraðsdómur Reykjavíkur af því að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur og byggður á röngum forsendum vegna saknæmra mistaka dómara málsins. Vinnuvélum var komið fyrir svo vélin gæti ekki farið af landi brott.Visir/Vilhelm Segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness hafi litið framhjá rökstuðningi Landsréttar, æðri réttar, í sama máli og haldið sig við túlkun á lagaákvæði sem gengi í berhögg við túlkun Landsréttar. Telur Héraðsdómur Reykjavíkur einnig að umræddur héraðsdómari hafi sýnt af sér saknæma háttsemi er hann féllst ekki á kröfu um að málskot myndi fresta aðfarargerð á grundvelli úrskurðarins. Segir að dómarinn hafi mátt vita að rétta væri að fresta aðfararaðgerðinni þar til niðurstaða æðri dómstóls lægi fyrir. Með þessu hafi íslenska ríkið og ALC bakað Isavia tjón upp á rúma 2,5 milljarða króna. Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða Isavia 15 milljónir vegna málskostnaðar.
Fréttir af flugi Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23 Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25 Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23
Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54