Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 17:34 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. vísir/rax Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir. Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ástæða virkjunar kerfisins sé að eldgos geti hafist með litlum fyrirvara. Komi til eldgoss verður textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði. Þá segir að ekki sé hægt að útiloka að skilaboð bersit til fólks utan við skilgreint svæði og almenningur er beðinn um að hafa það í huga. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að íbúar á Hellu fái skilaboð um að þeir séu nálægt virku eldstöðinni Heklu. Rétt er að árétta að ekkert óvissustig er í gildi vegna Heklu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að um sé að ræða stríðni tækninnar þegar skilaboð berast á fólk sem er alls ekki nálægt Fagradalsfjalli. Ástæðan er sú að símar fólks virðast vera tengdir við farsímasenda löngu eftir að þeir yfirgáfu svæðið. Neyðarlínan, sem sér um smáskilaboðasendingar sem þessar, hafi kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda frekar skilaboð á fleiri en færri. „Við teljum okkur með þessu vera að ávarpa fleiri af þeim sem gætu hugsanlega verið í hættu. Og lítum á það sem minniháttar tjón þó við truflum einn og einn,“ segir Tómas. Að lokum varar lögreglustjórinn á Suðurnesjum fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan óvissa ríkir.
Almannavarnir Lögreglan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira