Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Haukur Arnþórsson skrifar 27. desember 2021 11:01 Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Jól Trúmál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar