Eru launataxtar verkafólks að ógna stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði? Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. desember 2021 14:01 Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar