Lyfjaefni Ísteka gagnast m.a. við vernd villtra dýra Arnþór Guðlaugsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Arnþór Guðlaugsson Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun